Erlent

Mótmæltu seinagangi við björgunarstörf

Ekkert neyðarkall barst frá bátnum en nokkrir farþeganna náðu að synda að landi og gera yfirvöldum viðvart.
Ekkert neyðarkall barst frá bátnum en nokkrir farþeganna náðu að synda að landi og gera yfirvöldum viðvart. vísir/epa
Fjölskyldur um fjögurhundruð manns sem óttast er að hafi drukknað á Yangtse ánni í Kína á dögunum þegar skemmtiferðaskipi hvolfdi á ánni efndu til mótmæla við slysstaðinn í gærkvöldi. Til uppþota kom þegar fólkið krafðist meiri upplýsinga um málið en enn sem komið er hafa yfirvöld aðeins staðfest að sextíu og fimm séu látnir.

Enn eru menn við störf í skipinu sem marar í hálfu kafi en veðurskilyrði á ánni hafa verið mjög slæm síðustu daga. Aðeins fjórtán af farþegunum 456 hafa fundist á lífi en björgunarmenn segja enn möguleika á því að fólk gæti verið á lífi inni í flakinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×