Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Viktoría Hermannsdóttir skrifar 1. júní 2015 19:13 Lilja Karen Kristófersdóttir segir kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi fyrrverandi kærasta vera afleiðingu klámvæðingarinnar. Hún er ein þeirra kvenna sem deilt hafa sögu sinni í Facebook- hópnum Beauty Tips, en þar hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af ofbeldi undanfarna daga. Bylting kvennana inn á síðunni hefur vakið mikla athygli en margar þeirra eru að segja frá reynslu sinni í fyrsta skipti og sumar höfðu ekki áttað sig á því að þær höfðu orðið fyrir ofbeldi fyrr en þær lásu frásagnir annarra kvenna þar inn á. Lilja Karen er ein þeirra sem deilt hafa reynslu sinni en hún var beitt kynferðislegu og andlegu ofbeldi af fyrrverandi kærasta sínum en þau byrjuðu saman þegar þau voru 14 ára gömul. „Þetta var algörlega ómeðvitað og kom í ljós þegar sambandinu lauk. Þegar sjálfstraustið og sjálfsmyndin fór að hækka þá áttaði ég mig á því að ég hafði verið að ganga í gegnum ofbeldisfullt samband í ár.“ Lilja sagði móður sinni og kennara frá ofbeldinu eftir að hún hætti með kærastanum. Hún fékk mikinn stuðning frá þeim en segir jafnaldra sína ekki hafa tekið þessu jafnvel. Hún segist hafa ákveðið að deila reynslu sinni inn á síðunni til þess að mögulega hjálpa öðrum í sömu stöðu. Og hún sér ekki eftir því þar sem hún hefur fengið gríðarlega mikinn stuðning. „Mig langaði að vekja athygli á því sem ég lenti í fyrir aðrar yngri stelpur eða á sama aldri sem eru kannski að lenda í því sama, ómeðvitað. Með þessari umræðu getum við verið opnari fyrir því sem er að gerast í kringum okkur.“ Lilja segir marga unga stráka sækja fyrirmyndir sínar að kynlífi í klám. „Í mínu tifelli var það afleiðing klámvæðingarinnar. Hann var heltekinn af klámi og má segja að hann hafi fengið brengluðu hugmyndirnar sínar þaðan,“ segir Lilja. Hún segir um sannkallaða byltingu sé að ræða á Beauty Tips, þolendur séu að skila skömminni og um leið opna á umræðuna um kynferðisofbeldi. Við erum að skila skömminni algjörlega frá okkur. Við erum búin að vera að bera ábyrgð og skömm í svo langan tíma. Í rauninni erum við loksins að hafa tækifæri á að skila henni og geta opnað okkur.“ Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Lilja Karen Kristófersdóttir segir kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi fyrrverandi kærasta vera afleiðingu klámvæðingarinnar. Hún er ein þeirra kvenna sem deilt hafa sögu sinni í Facebook- hópnum Beauty Tips, en þar hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af ofbeldi undanfarna daga. Bylting kvennana inn á síðunni hefur vakið mikla athygli en margar þeirra eru að segja frá reynslu sinni í fyrsta skipti og sumar höfðu ekki áttað sig á því að þær höfðu orðið fyrir ofbeldi fyrr en þær lásu frásagnir annarra kvenna þar inn á. Lilja Karen er ein þeirra sem deilt hafa reynslu sinni en hún var beitt kynferðislegu og andlegu ofbeldi af fyrrverandi kærasta sínum en þau byrjuðu saman þegar þau voru 14 ára gömul. „Þetta var algörlega ómeðvitað og kom í ljós þegar sambandinu lauk. Þegar sjálfstraustið og sjálfsmyndin fór að hækka þá áttaði ég mig á því að ég hafði verið að ganga í gegnum ofbeldisfullt samband í ár.“ Lilja sagði móður sinni og kennara frá ofbeldinu eftir að hún hætti með kærastanum. Hún fékk mikinn stuðning frá þeim en segir jafnaldra sína ekki hafa tekið þessu jafnvel. Hún segist hafa ákveðið að deila reynslu sinni inn á síðunni til þess að mögulega hjálpa öðrum í sömu stöðu. Og hún sér ekki eftir því þar sem hún hefur fengið gríðarlega mikinn stuðning. „Mig langaði að vekja athygli á því sem ég lenti í fyrir aðrar yngri stelpur eða á sama aldri sem eru kannski að lenda í því sama, ómeðvitað. Með þessari umræðu getum við verið opnari fyrir því sem er að gerast í kringum okkur.“ Lilja segir marga unga stráka sækja fyrirmyndir sínar að kynlífi í klám. „Í mínu tifelli var það afleiðing klámvæðingarinnar. Hann var heltekinn af klámi og má segja að hann hafi fengið brengluðu hugmyndirnar sínar þaðan,“ segir Lilja. Hún segir um sannkallaða byltingu sé að ræða á Beauty Tips, þolendur séu að skila skömminni og um leið opna á umræðuna um kynferðisofbeldi. Við erum að skila skömminni algjörlega frá okkur. Við erum búin að vera að bera ábyrgð og skömm í svo langan tíma. Í rauninni erum við loksins að hafa tækifæri á að skila henni og geta opnað okkur.“
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira