Erlent

Lík fannst í ferðatösku á lestarstöð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Starfsmenn lestarstöðvarinnar segjast hafa fundið mikinn óþef er þeir opnuðu töskuna. Konan er talin hafa verið í töskunni í heilan mánuð.
Starfsmenn lestarstöðvarinnar segjast hafa fundið mikinn óþef er þeir opnuðu töskuna. Konan er talin hafa verið í töskunni í heilan mánuð. vísir/getty
Lögreglan í Japan vinnur nú að því að bera kennsl á lík fullorðinnar konu sem fannst í ferðatösku á lestarstöð í Tókíó á dögunum. Taskan hafði verið skilin eftir inni í skáp á lestarstöðinni í lok apríl en var færð í óskilamuni nú fyrir skemmstu.

Starfsmenn lestarstöðvarinnar ákváðu að opna töskuna. Þeir segjast hafa fundið mikinn óþef og séð hár og kölluðu þá til lögreglu sem nú er með málið til rannsóknar.

Líkið er kona á aldrinum 70 til 90 ára, um 140 sentímetrar á hæð. Taskan var 70 sentímetrar á lengd og 50 sentímetrar á breidd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×