Innlent

Vara við skjálfta til að draga úr slysahættu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Tveir þriðju hlutar landsmanna, þar á meðal Reykvíkingar, þurfa að vera viðbúnir stórum jarðskjálfta. Almannavarnir segja vísbendingar um spennu í jarðskorpunni á Bláfjalla- og Krýsuvíkursvæðinu sem framkallað geti skjálfta allt að 6,5 stigum.  

Skjálfti upp á fjögur stig sem varð fyrir þremum vikum með upptök við Kleifarvatn er sá stærsti í aukinni skjálftavirkni sem vísindamenn Veðurstofunnar greina og er tilefni þeirrar viðvörunar sem Almannavarnir sendu út í dag. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár á Veðurstofu Íslands,  segir að tilkynningin hafi ekki verið send út til að hræða almenning heldur til að upplýsa um óstöðugleika sem þau telji sig sjá í smáskjálftavirkni á svæði frá Kleifarvatni að Ölfusi.

Skjálftaviðvörun er ekki til að hræða fólk heldur til að upplýsa um hættuna, segir Kristín.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Vakin er sérstök athygli á því hversu nálægt þetta er byggðinni á Reykjavíkursvæðinu. Þar sem búast megi við skjálfta allt að 6,5 stigum segir Kristín rétt að nýta tækifærið  fyrir fólk að skoða aðstæður heima hjá sér í því skyni að draga úr hættu á tjóni og slysum á fólki. 

Kristín segir hins vegar enga leið að segja til um hvenær eða hvort það komi svo stór skjálfti. 

„Kannski leysist þetta bara af sjálfu sér og það verður enginn skjálfti.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×