Engin sátt um makrílfrumvarpið í atvinnuveganefnd Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2015 19:30 Ólíklegt er að sátt takist milli stjórnar og stjórnarandstöðu um makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra þrátt fyrir breytingar á frumvarpinu. Talsmenn undirskriftasöfnunarinnar þjóðarsátt segja málin enn of óskýr til að þeir geti sætt sig við frumvarpið. Tvö stór og umdeild mál bíða afgreiðslu Alþingis fyrir sumarleyfi og þau eru bæði í atvinnuveganefnd. Það eru annars vegar virkjanamálin og hins vegar makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra með breytingum sem rætt hefur verið í nefndinni í dag en ekkert samkomulag virðist vera þar í sjónmáli. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar segist þó vona að sátt náist um afgreiðslu makrílfrumvarpsins út úr nefndinni. „Ég held að það sé miklu betra fyrir okkur að koma makrílnum inn í það fiskveiðistjórnunarkerfi sem við erum með fyrir og mæta þessari undirskrifasöfnun sem tók fyrst og fremst til þessarar sex ára bindingar,“ segir Jón og vísar þar í upprunalega útgáfu frumvarpsins. En nú er gert ráð fyrir að aflahlutdeild verði ákveðin til þriggja ára og hvorki megi framselja né selja frá sér aflaheimildirnar að fullu á þeim tíma. Það verði síðan verkefnið að ljúka allsherjar endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu eftir að makríllinn er kominn inn í kerfið. „Já, eðlilega segir Jón það vegna þess að hann er auðvitað hlyntur því að núverandi kvótakerfi nái utanum allar tegundir. Líka nýjar tegundir en það er auðvitað það sem undirskriftasöfnunin gengur út á; að við getum ráðstafað nýjum tegundum eins og makríl með öðrum hætti heldur inni í núverandi kvótakerfi,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni og fyrsti varaformaður hennar. Það muni ekki nást sátt um annað en að makrílheimildum verði úthlutað til eins árs nú eins og fyrri ár og síðan verði tekist á við endurskoðun kerfisins í heild. Frumvarpið tryggi óbeinan eignarrétt til allrar framtíðar án þess að auðlindarákvæði sé komið í stjórnarskrá. Meðal fjölmargra gesta nefndarinnar í dag voru forráðamenn undirskriftarsöfnunarinnar Þjóðarsátt sem rúmlega 50 þúsund manns hafa skrifað undir. Bolli Héðinsson einn forráðamanna Þjóðarsáttar segir að ýmislegt hafi skýrst í málinu en annað þurfi að skýra betur. „Afstaða okkar er óbreytt. Undirskriftasöfnunin heldur áfram og ég vil hvetja sem flesta til að taka þátt í henni. Við verðum aðeins að sjá áfram hverjar lyktirnar verða,“ sagði Bolli eftir fundinn hjá atvinnuveganefnd.Heldur þú að þetta komist út úr nefnd í næstu viku?„Ég veit ekkert um það hvernig okkur tekst að ljúka hér störfum. Það verður tíminn bara að leiða í ljós,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Ólíklegt er að sátt takist milli stjórnar og stjórnarandstöðu um makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra þrátt fyrir breytingar á frumvarpinu. Talsmenn undirskriftasöfnunarinnar þjóðarsátt segja málin enn of óskýr til að þeir geti sætt sig við frumvarpið. Tvö stór og umdeild mál bíða afgreiðslu Alþingis fyrir sumarleyfi og þau eru bæði í atvinnuveganefnd. Það eru annars vegar virkjanamálin og hins vegar makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra með breytingum sem rætt hefur verið í nefndinni í dag en ekkert samkomulag virðist vera þar í sjónmáli. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar segist þó vona að sátt náist um afgreiðslu makrílfrumvarpsins út úr nefndinni. „Ég held að það sé miklu betra fyrir okkur að koma makrílnum inn í það fiskveiðistjórnunarkerfi sem við erum með fyrir og mæta þessari undirskrifasöfnun sem tók fyrst og fremst til þessarar sex ára bindingar,“ segir Jón og vísar þar í upprunalega útgáfu frumvarpsins. En nú er gert ráð fyrir að aflahlutdeild verði ákveðin til þriggja ára og hvorki megi framselja né selja frá sér aflaheimildirnar að fullu á þeim tíma. Það verði síðan verkefnið að ljúka allsherjar endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu eftir að makríllinn er kominn inn í kerfið. „Já, eðlilega segir Jón það vegna þess að hann er auðvitað hlyntur því að núverandi kvótakerfi nái utanum allar tegundir. Líka nýjar tegundir en það er auðvitað það sem undirskriftasöfnunin gengur út á; að við getum ráðstafað nýjum tegundum eins og makríl með öðrum hætti heldur inni í núverandi kvótakerfi,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni og fyrsti varaformaður hennar. Það muni ekki nást sátt um annað en að makrílheimildum verði úthlutað til eins árs nú eins og fyrri ár og síðan verði tekist á við endurskoðun kerfisins í heild. Frumvarpið tryggi óbeinan eignarrétt til allrar framtíðar án þess að auðlindarákvæði sé komið í stjórnarskrá. Meðal fjölmargra gesta nefndarinnar í dag voru forráðamenn undirskriftarsöfnunarinnar Þjóðarsátt sem rúmlega 50 þúsund manns hafa skrifað undir. Bolli Héðinsson einn forráðamanna Þjóðarsáttar segir að ýmislegt hafi skýrst í málinu en annað þurfi að skýra betur. „Afstaða okkar er óbreytt. Undirskriftasöfnunin heldur áfram og ég vil hvetja sem flesta til að taka þátt í henni. Við verðum aðeins að sjá áfram hverjar lyktirnar verða,“ sagði Bolli eftir fundinn hjá atvinnuveganefnd.Heldur þú að þetta komist út úr nefnd í næstu viku?„Ég veit ekkert um það hvernig okkur tekst að ljúka hér störfum. Það verður tíminn bara að leiða í ljós,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira