Handbolti

Ramune aftur til Hauka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ramune ásamt Valdimar Óskarssyni og Þorgeiri Haraldssyni, formanni og varaformanni handknattleiksdeildar Hauka.
Ramune ásamt Valdimar Óskarssyni og Þorgeiri Haraldssyni, formanni og varaformanni handknattleiksdeildar Hauka. mynd/haukar
Landsliðskonan Ramune Pekarskyte er gengin í raðir Hauka á ný eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Haukum.

Þessi öfluga skytta skrifaði undir tveggja ára samning við Hauka sem ætla sér stóra hluti undir stjórn Óskars Ármannssonar á komandi tímabili.

Auk Ramune hafa Jóna Sigríður Halldórsdóttir, María Karlsdóttir og Elín Jóna Þorsteinsdóttir samið við Hafnarfjarðarliðið sem endaði í 5. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili. Haukar töpuðu svo 2-0 fyrir ÍBV í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Ramune, sem er 34 ára, er fædd í Litháen en fékk íslenskan ríkisborgararétt í júní 2012 og hefur síðan þá leikið með íslenska landsliðinu.

Ramune kom fyrst til Hauka árið 2003 og lék með liðinu í sjö ár við góðan orðstír. Hún hélt svo í atvinnumennsku 2010 og lék með Levanger í Noregi, SönderjyskE í Danmörku og nú síðast með franska liðinu Le Havre.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×