Segir Bandaríkin eiga betra skilið Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júní 2015 21:10 Bush benti á marga vankanta bandaríska stjórnkerfisins í ræðu sinni í dag. Vísir/EPA Jeb Bush tilkynnti í dag um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna, lofaði kjósendum sínum að bæta vinnubrögð bandaríska þingsins svo að efnahagur landsins gæti aftur tekið við sér og lýsti því yfir að „Bandaríkin ættu betra skilið.“ Hinn 62 ára gamli Bush tilkynnti um framboð sitt í Miami Dade háskólanum í Flórída en hann var ríkisstjóri fylkisins um átta ára skeið. Störf hans sem ríkisstjóri einkenndust af einkavæðingu, er fram kemur í frétt New York Times um tikynninguna, og sagði Bush að hann hefði fulla trú á því að hægt væri að bjarga Bandaríkjunum úr þeirri stöðu sem þau eru í nú. „Ég veit að við getum lagað þetta því ég hef gert það,“ sagði Bush á fundinum í Miami Dade í dag og hafa stjórnmálaskýrendur vestanhafs túlkað orð hans sem svo að hann boði einkavæðingu á landsvísu – nái hann kjöri. Í ræðu sinni sagði Jeb Bush að hann myndi gera hvað hann gæti til að draga úr þeirri miklu skriffinnsku sem hann sagði vera að sliga Bandaríkin. Þá varði hann töluverðum hluta ræðu sinnar í að útlista þann árangur sem hann náði sem ríkisstjóri Flórída, sérstaklega í menntamálum. „Eftir að við tókum skólakerfið í gegn hér í Flórída hækkuði einkunnir barna fátækra foreldra meira en í nokkru öðru fylki,“ sagði Bush meðal annars. Í ræðu sinni sló Bush einnig um sig með spænskukunnáttu sinni en Repúblikanaflokkurinn hefur lengi átt erfitt með að höfða til þeirra Bandaríkjamanna sem eru af Suður og Mið-amerísku bergi brotnir. Liðlega 27 ár eru síðan að faðir hans, George W. H. Bush var kjörinn forseti Bandaríkjanna er hann bar sigurorð af frambjóðenda demókrataflokksins, Michael Dukakis, árið 1988 og 15 ár síðan að bróðir hans gerði slíkt hið sama gegn Al Gore árið 2000. Hljóti Jeb Bush útnefningu repúblikanaflokksins geti þá farið svo að Clinton og Bush-fjölskyldurnar mætist öðru sinni í slagnum um forsetaembættið. Það gerðist síðast þegar George H. W. Bush og Bill Clinton, eiginmaður Hillary sem nú sækist eftir útnefningu demókrataflokksins, háðu marga hildina árið 1992. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Jeb Bush tilkynnti í dag um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna, lofaði kjósendum sínum að bæta vinnubrögð bandaríska þingsins svo að efnahagur landsins gæti aftur tekið við sér og lýsti því yfir að „Bandaríkin ættu betra skilið.“ Hinn 62 ára gamli Bush tilkynnti um framboð sitt í Miami Dade háskólanum í Flórída en hann var ríkisstjóri fylkisins um átta ára skeið. Störf hans sem ríkisstjóri einkenndust af einkavæðingu, er fram kemur í frétt New York Times um tikynninguna, og sagði Bush að hann hefði fulla trú á því að hægt væri að bjarga Bandaríkjunum úr þeirri stöðu sem þau eru í nú. „Ég veit að við getum lagað þetta því ég hef gert það,“ sagði Bush á fundinum í Miami Dade í dag og hafa stjórnmálaskýrendur vestanhafs túlkað orð hans sem svo að hann boði einkavæðingu á landsvísu – nái hann kjöri. Í ræðu sinni sagði Jeb Bush að hann myndi gera hvað hann gæti til að draga úr þeirri miklu skriffinnsku sem hann sagði vera að sliga Bandaríkin. Þá varði hann töluverðum hluta ræðu sinnar í að útlista þann árangur sem hann náði sem ríkisstjóri Flórída, sérstaklega í menntamálum. „Eftir að við tókum skólakerfið í gegn hér í Flórída hækkuði einkunnir barna fátækra foreldra meira en í nokkru öðru fylki,“ sagði Bush meðal annars. Í ræðu sinni sló Bush einnig um sig með spænskukunnáttu sinni en Repúblikanaflokkurinn hefur lengi átt erfitt með að höfða til þeirra Bandaríkjamanna sem eru af Suður og Mið-amerísku bergi brotnir. Liðlega 27 ár eru síðan að faðir hans, George W. H. Bush var kjörinn forseti Bandaríkjanna er hann bar sigurorð af frambjóðenda demókrataflokksins, Michael Dukakis, árið 1988 og 15 ár síðan að bróðir hans gerði slíkt hið sama gegn Al Gore árið 2000. Hljóti Jeb Bush útnefningu repúblikanaflokksins geti þá farið svo að Clinton og Bush-fjölskyldurnar mætist öðru sinni í slagnum um forsetaembættið. Það gerðist síðast þegar George H. W. Bush og Bill Clinton, eiginmaður Hillary sem nú sækist eftir útnefningu demókrataflokksins, háðu marga hildina árið 1992.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent