Telur eðlilegt að BHM stefni ríkinu vegna lagasetningar 14. júní 2015 21:00 BHM ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna lagasetningar á verkfall þeirra og segja hana brot á stjórnarskrá og mannréttindum. Hjúkrunarfræðingar íhuga að gera það sama. Lára V. Júlíusdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir óvíst sé hvort boðaður verði annar fundur í deilunni í ljósi þess að BHM ætlar í mál við ríkið. „Ef að BHM er búið að ákveða að höfða mál þá má leiða að því líkum að þeir ætla ekki að setjast niður og ganga til samninga á þessum tuttugu dögum sem þeir hafa. Vegna þess að ef að þeir semja á þeim tíma eru þeir orðnir bundnir af friðarskyldu og geta þar að leiðandi ekki knúið fram breytingar með verkfalli,“ segir Lára. En hvaða þýðingu hefði það ef BHM myndi vinna málið? „Það er áhugaverð spurning. Nú veit ég ekki nákvæmlega hverskonar kröfugerð yrði í slíku máli en ég geri ráð fyrir að það yrði einhverskonar viðurkenning á að réttur hafi verið brotinn á BHM,“ segir hún. Lára telur sérstakt að annar samningsaðila í málinu geti sett lög á verkallsaðgerðir hins. Í ljósi þess sé rökrétt að BHM höfði mál gegn ríkinu. „Ég myndi telja það fullkomlega rökrétt. En svo er annað atriði varðandi þessi lög sem maður veltir fyrir sér og setur spurningamerki við og það er að þarna eru þónokkuð mörg félög innan BHM sem þessi lög ná til. Og sum þessara félaga hafa ekki boðað verkfall,“ segir hún. Þannig sé verið að leggja bann við verkföllum á félög sem ekki hafa boðað þau. „Það vekur upp spurningar um það hvort að löggjöfin, eða þetta ákvæði í löggjöfinni sé of vítækt og hvort að það fái staðist eitt og sér,“ segir Lára V. Júlíusdóttir. Verkfall 2016 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
BHM ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna lagasetningar á verkfall þeirra og segja hana brot á stjórnarskrá og mannréttindum. Hjúkrunarfræðingar íhuga að gera það sama. Lára V. Júlíusdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir óvíst sé hvort boðaður verði annar fundur í deilunni í ljósi þess að BHM ætlar í mál við ríkið. „Ef að BHM er búið að ákveða að höfða mál þá má leiða að því líkum að þeir ætla ekki að setjast niður og ganga til samninga á þessum tuttugu dögum sem þeir hafa. Vegna þess að ef að þeir semja á þeim tíma eru þeir orðnir bundnir af friðarskyldu og geta þar að leiðandi ekki knúið fram breytingar með verkfalli,“ segir Lára. En hvaða þýðingu hefði það ef BHM myndi vinna málið? „Það er áhugaverð spurning. Nú veit ég ekki nákvæmlega hverskonar kröfugerð yrði í slíku máli en ég geri ráð fyrir að það yrði einhverskonar viðurkenning á að réttur hafi verið brotinn á BHM,“ segir hún. Lára telur sérstakt að annar samningsaðila í málinu geti sett lög á verkallsaðgerðir hins. Í ljósi þess sé rökrétt að BHM höfði mál gegn ríkinu. „Ég myndi telja það fullkomlega rökrétt. En svo er annað atriði varðandi þessi lög sem maður veltir fyrir sér og setur spurningamerki við og það er að þarna eru þónokkuð mörg félög innan BHM sem þessi lög ná til. Og sum þessara félaga hafa ekki boðað verkfall,“ segir hún. Þannig sé verið að leggja bann við verkföllum á félög sem ekki hafa boðað þau. „Það vekur upp spurningar um það hvort að löggjöfin, eða þetta ákvæði í löggjöfinni sé of vítækt og hvort að það fái staðist eitt og sér,“ segir Lára V. Júlíusdóttir.
Verkfall 2016 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira