Erlent

Rússar og Kínverjar sagðir lesa Snowden gögnin

Samúel Karl Ólason skrifar
Edward Snowden hefur haldið til í Rússlandi í um tvö ár.
Edward Snowden hefur haldið til í Rússlandi í um tvö ár. Vísir/EPA
Breska leyniþjónustan hefur þurft að færa starfsmenn sína í starfi síðustu daga. Þeir segja Rússa og Kínverja hafa komist í gegnum dulkóðun gagna sem Edward Snowden tók með sér þegar hann flúði Bandaríkin. Hann flúði eftir að hafa lekið hluta þeirra á internetið og hefur sagt að engin stjórnvöld myndu nokkurn tímann koma höndum yfir þau.

Fjölmiðlar í Bretlandi segja þó að ekkert útlit sé fyrir að útsendarar Bretlands hafi orðið fyrir nokkurs konar meiðslum.

Vestrænar leyniþjónustur hafa þurft að draga útsendara sína úr nokkrum löndum vegna skjalanna sem eru um milljón talsins. Þar má finna upplýsingar um aðgerðir og aðferðir þeirra. Mögulegt væri að nota upplýsingarnar til þess að bera kennsl á útsendarana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×