Erlent

Gæti farið í 20 ára fangelsi fyrir að eyða netsögu sinni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr réttarsal
Úr réttarsal mynd/Jane Flavell Collins
Fyrrverandi leigubílsstjóri, Khairullozhon Matanov að nafni, á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. Það þætti ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að honum er gefið að sök að hafa eytt netsögu (e. browsing histoy) sinni.

Maðurinn þekkti Tsarnaev bræðurna Tamerlan og Dzhokhar en þeirra verður minnst fyrir að hafa gerst sprengjuárás á Boston maraþonið árið 2013. Í kjölfar árásarinnar tók Matanov sig til og eyddi myndböndum og netsögu sinni.

FBI náði að endurheimta hluta myndbandanna en Matanov er gefið að sök að hafa hindrað framgang réttvísinnar með háttsemi sinni.

Matanov hefur játað brot sín þó hann segist saklaus. Játningin er í þeirri von að þá sleppi hann með aðeins þrjátíu mánaða fangelsi í stað tuttugu ára sem gætu beðið hans ella. Fjallað er ítarlegar um málið á CBC.


Tengdar fréttir

Barack Obama heitir fullum stuðningi við íbúa í Boston

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er í stöðugum samskiptum við yfirvöld í Massachusett vegna sprenginganna sem þar urðu í kvöld og hefur falið ríkisstjórn sinni að veita alla þá aðstoð sem nauðsynleg er til þess að rannsaka og bregðast við. Talið er að minnst tvær, jafnvel þrjár sprengjur hafi sprungið í Boston í kvöld. Þar fór fram maraþon og voru fjölmargir Íslendingar í borginni.

Um 100 manns fluttir á spítala

Um 100 manns hafa verið fluttir á spítala í Boston vegna meiðsla eftir þrjár sprengjur sem hafa sprungið þar í borg í kvöld. Fólkið hlaut margvísleg meiðsl. Að minnsta kosti tveir eru látnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×