Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. júní 2015 12:00 Sigurður Bessason, formaður Eflingar, gagnrýnir að ekki hafi verið haft samráð við stéttarfélagið við undirbúning aðgerðanna. VÍSIR/GVA Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir fréttir af ákvörðun Actavis vera að öllu leyti slæmar. Stór hluti starfsfólksins sem vinnur í lyfjaframleiðslu fyrirtækisins eru félagar í Eflingu. Tilkynnt var í morgun 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017.Í hagræðingarskyni Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og sé liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Actavis mun halda áfram annarri starfsemi hér á landi en samkvæmt tilkynningunni starfa um 400 manns hjá Actavis á Íslandi við annað en framleiðslu lyfja. Samkvæmt tilkynningunni hefur að undanförnu verið unnið að yfirgripsmikilli greiningu á framleiðslustarfsemi fyrirtækisins víða um heim til að hámarka nýtingu á framleiðslugetu. Niðurstöður þeirrar úttektar eru þær að aðrar verksmiðjur fyrirtækisins geti tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Verður það gert til að auka hagræðingu til muna. Hörmulegar fréttir „Mér finnst þetta einfaldlega hörmuleg tíðindi. Það er mjög slæmt þegar jafn stór aðili sem að hefur verið jafn virkur í íslensku samfélagi eins og Actavis tekur svona einhliða ákvörðun um að flytja stærsta hluta starfsemi sinni úr landi og það er ljóst að það mun hafa gríðarlega mikil áhrif, ekki síst á þá einstaklinga sem eru þarna í vinnu,“ segir hann. Sigurður segir að fulltrúar Actavis hafi ekki verið í sambandi við stéttarfélagið í aðdraganda þess að ákvörðunin var tekin og kynnt. „Nei það gerðu þeir ekki sem hefði þó verið í hæsta máti eðlilegt að hefði verið gert og þeim til meiri sóma að framkvæma með þeim hætti að láta viðkomandi aðila vita hvað væri í vændum,“ segir hann.Ekki í sambandi við félagið Sigurður segir að félagið hafi ekki verið í sambandi við fulltrúa Actavis enn þá, hann hafi einungis heyrt af málinu rétt um klukkan ellefu. „Við munum verða í sambandi við aðila málsins til þess að fá nánari upplýsingar um það hvernig fyrirtækið mun standa að þessu og hvort þarna sé um endanlega ákvörðun að ræða. Vonandi er það ekki,“ segir hann. „En það er alveg ljóst, eins og ég sagði, að þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að þarna eru 300 starfsmenn og það eru fjölskyldur á bak við hvern einstakling sem þarna vinnur á þessum vinnustað. Fulltrúi Actavis vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins á meðan forstjóri fyrirtækisins fundar með starfsmönnum. Von er á að fundað verði til klukkan þrjú í dag. Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir fréttir af ákvörðun Actavis vera að öllu leyti slæmar. Stór hluti starfsfólksins sem vinnur í lyfjaframleiðslu fyrirtækisins eru félagar í Eflingu. Tilkynnt var í morgun 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017.Í hagræðingarskyni Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og sé liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Actavis mun halda áfram annarri starfsemi hér á landi en samkvæmt tilkynningunni starfa um 400 manns hjá Actavis á Íslandi við annað en framleiðslu lyfja. Samkvæmt tilkynningunni hefur að undanförnu verið unnið að yfirgripsmikilli greiningu á framleiðslustarfsemi fyrirtækisins víða um heim til að hámarka nýtingu á framleiðslugetu. Niðurstöður þeirrar úttektar eru þær að aðrar verksmiðjur fyrirtækisins geti tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Verður það gert til að auka hagræðingu til muna. Hörmulegar fréttir „Mér finnst þetta einfaldlega hörmuleg tíðindi. Það er mjög slæmt þegar jafn stór aðili sem að hefur verið jafn virkur í íslensku samfélagi eins og Actavis tekur svona einhliða ákvörðun um að flytja stærsta hluta starfsemi sinni úr landi og það er ljóst að það mun hafa gríðarlega mikil áhrif, ekki síst á þá einstaklinga sem eru þarna í vinnu,“ segir hann. Sigurður segir að fulltrúar Actavis hafi ekki verið í sambandi við stéttarfélagið í aðdraganda þess að ákvörðunin var tekin og kynnt. „Nei það gerðu þeir ekki sem hefði þó verið í hæsta máti eðlilegt að hefði verið gert og þeim til meiri sóma að framkvæma með þeim hætti að láta viðkomandi aðila vita hvað væri í vændum,“ segir hann.Ekki í sambandi við félagið Sigurður segir að félagið hafi ekki verið í sambandi við fulltrúa Actavis enn þá, hann hafi einungis heyrt af málinu rétt um klukkan ellefu. „Við munum verða í sambandi við aðila málsins til þess að fá nánari upplýsingar um það hvernig fyrirtækið mun standa að þessu og hvort þarna sé um endanlega ákvörðun að ræða. Vonandi er það ekki,“ segir hann. „En það er alveg ljóst, eins og ég sagði, að þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að þarna eru 300 starfsmenn og það eru fjölskyldur á bak við hvern einstakling sem þarna vinnur á þessum vinnustað. Fulltrúi Actavis vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins á meðan forstjóri fyrirtækisins fundar með starfsmönnum. Von er á að fundað verði til klukkan þrjú í dag.
Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57