Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 25. júní 2015 14:13 Ragna Árnadóttir var formaður Rögnunefndar. Vísir Starfshópur um flugvallarkosti í höfuðborginni, Rögnunefndin svokallaða, hefur komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast sé að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem kynnt verður á Nauthól klukkan hálfþrjú í dag. Telur nefndin að allir þeir staðir sem nefndir eru í skýrslunni geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Samantekt á helstu niðurstöðum nefndarinnar má sjá hér að neðan.Sjá einnig: Lestu skýrsluna í heild sinni „Þeir geta jafnframt verið varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll og öfugt eins og reyndin er með Reykjavíkurflugvöll í dag,“ segir í skýrslunni sem Vísir hefur undir höndum.Hér má sjá Hvassahraun á korti. Það er skammt fyrir utan Hafnarfjörð.Starfshópurinn var settur á laggirnar í október 2013 og hafði það að markmiði að skoða kosti undir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin átti að skila skýrslunni fyrir áramót en fékk frest til þess að skila þar til nú í júní.Sjá einnig: Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll „Hvassahraun kemur vel út í samanburði við aðra flugvallarkosti þegar litið er til þátta eins og veðurfars, rýmis og hindrana, kostnaðar og umhverfismála. Þá kemur Hvassahraun best út þegar horft er til möguleika flugvallarstæða til að taka við flugumferð eða starfsemi umfram það sem nú er í Vatnsmýri. Hvassahraun er því að mati stýrihópsins sá flugvallarkostur sem hefur mesta þróunarmöguleika til framtíðar, borið saman við aðra flugvallarkosti. Þó eru ýmis atriði sem skoða þarf betur, þar á meðal mögulegar mótvægisaðgerðir vegna sjúkraflutninga. Við frekari athugun á mögulegum flugvelli í Hvassahrauni verður einnig að taka með í reikninginn nálægð við Keflavíkurflugvöll, svo sem varðandi loftrými, flugferla og rekstur.“Reykjavíkurflugvöllur.Vísir/PjeturMálefni Reykjavíkurflugvallar bitbein áratugum saman Nefndin ítrekar mikilvægi þess að allir aðilar í málinu komi að umræðunni um gögn stýrihópsins, umsögn og tilmæli með opnum huga og sanngirni. „Umhverfið sem þessar tillögur eru settar fram í er að sumu leyti flókið. Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa verið bitbein og deilumál árum og áratugum saman.“ Rögnunefndin leggur til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum og að samhliða því verði náð samkomulagi um rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði tryggt á meðan nauðsynlegur undirbúningur og eftir atvikum framkvæmdir fara fram. Hólmsheiði kemur lakast út af þeim stöðum sem skoðaðir voru. Staðirnir auk Hólmsheiðar og Hvassahrauns voru Bessastaðanes og Löngusker.Hér má sjá samantekt á helstu niðurstöðum nefndarinnar. Tengdar fréttir Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00 Akureyringar vilja hafa sitt um flugvöllinn að segja Bæjarstjórn Akureyrar skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur að gera ekkert varðandi flugvöllinn í Vatnsmýrinni fyrr en Rögnu-nefndin hefur lokið störfum. 18. febrúar 2015 13:58 Flugvöllur ekki einkamál borgaryfirvalda Í ljósi þess að ríkisstjórnin vill óbreytt fyrirkomulag með núverandi flugbrautir verður að teljast með ólíkindum, miðað við hversu sterkri samningstöðu hún er í, að þetta ráðaleysi viðgangist árum saman. 12. desember 2014 07:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Starfshópur um flugvallarkosti í höfuðborginni, Rögnunefndin svokallaða, hefur komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast sé að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem kynnt verður á Nauthól klukkan hálfþrjú í dag. Telur nefndin að allir þeir staðir sem nefndir eru í skýrslunni geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Samantekt á helstu niðurstöðum nefndarinnar má sjá hér að neðan.Sjá einnig: Lestu skýrsluna í heild sinni „Þeir geta jafnframt verið varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll og öfugt eins og reyndin er með Reykjavíkurflugvöll í dag,“ segir í skýrslunni sem Vísir hefur undir höndum.Hér má sjá Hvassahraun á korti. Það er skammt fyrir utan Hafnarfjörð.Starfshópurinn var settur á laggirnar í október 2013 og hafði það að markmiði að skoða kosti undir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin átti að skila skýrslunni fyrir áramót en fékk frest til þess að skila þar til nú í júní.Sjá einnig: Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll „Hvassahraun kemur vel út í samanburði við aðra flugvallarkosti þegar litið er til þátta eins og veðurfars, rýmis og hindrana, kostnaðar og umhverfismála. Þá kemur Hvassahraun best út þegar horft er til möguleika flugvallarstæða til að taka við flugumferð eða starfsemi umfram það sem nú er í Vatnsmýri. Hvassahraun er því að mati stýrihópsins sá flugvallarkostur sem hefur mesta þróunarmöguleika til framtíðar, borið saman við aðra flugvallarkosti. Þó eru ýmis atriði sem skoða þarf betur, þar á meðal mögulegar mótvægisaðgerðir vegna sjúkraflutninga. Við frekari athugun á mögulegum flugvelli í Hvassahrauni verður einnig að taka með í reikninginn nálægð við Keflavíkurflugvöll, svo sem varðandi loftrými, flugferla og rekstur.“Reykjavíkurflugvöllur.Vísir/PjeturMálefni Reykjavíkurflugvallar bitbein áratugum saman Nefndin ítrekar mikilvægi þess að allir aðilar í málinu komi að umræðunni um gögn stýrihópsins, umsögn og tilmæli með opnum huga og sanngirni. „Umhverfið sem þessar tillögur eru settar fram í er að sumu leyti flókið. Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa verið bitbein og deilumál árum og áratugum saman.“ Rögnunefndin leggur til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum og að samhliða því verði náð samkomulagi um rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði tryggt á meðan nauðsynlegur undirbúningur og eftir atvikum framkvæmdir fara fram. Hólmsheiði kemur lakast út af þeim stöðum sem skoðaðir voru. Staðirnir auk Hólmsheiðar og Hvassahrauns voru Bessastaðanes og Löngusker.Hér má sjá samantekt á helstu niðurstöðum nefndarinnar.
Tengdar fréttir Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00 Akureyringar vilja hafa sitt um flugvöllinn að segja Bæjarstjórn Akureyrar skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur að gera ekkert varðandi flugvöllinn í Vatnsmýrinni fyrr en Rögnu-nefndin hefur lokið störfum. 18. febrúar 2015 13:58 Flugvöllur ekki einkamál borgaryfirvalda Í ljósi þess að ríkisstjórnin vill óbreytt fyrirkomulag með núverandi flugbrautir verður að teljast með ólíkindum, miðað við hversu sterkri samningstöðu hún er í, að þetta ráðaleysi viðgangist árum saman. 12. desember 2014 07:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00
Akureyringar vilja hafa sitt um flugvöllinn að segja Bæjarstjórn Akureyrar skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur að gera ekkert varðandi flugvöllinn í Vatnsmýrinni fyrr en Rögnu-nefndin hefur lokið störfum. 18. febrúar 2015 13:58
Flugvöllur ekki einkamál borgaryfirvalda Í ljósi þess að ríkisstjórnin vill óbreytt fyrirkomulag með núverandi flugbrautir verður að teljast með ólíkindum, miðað við hversu sterkri samningstöðu hún er í, að þetta ráðaleysi viðgangist árum saman. 12. desember 2014 07:00