„Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. júlí 2015 21:42 Róttæk hækkun á leiguverði hátt í níutíu íbúða í Reykjanesbæ, sem getur numið tugum þúsunda, setur líf fjölmargra fjölskyldna úr skorðum. Margir íhuga nú stöðu sína og sjá sér ekki annan kost færan en að flytja. Leigufélagið Tjarnarverk, sem keypti tæplega níutíu íbúðir í Keflavík, Innri-Njarðvík og Vogunum af Íbúðalánasjóði í maí, tilkynnti leigjendum á dögunum að leiguverð mun hækka um tugi þúsunda. Þessi hækkun hefur áhrif á tugi fjölskyldna. Og hjá mörgum þeirra er staðan nokkuð einföld. Annað hvort að punga út tuttugu, þrjátíu, fjörutíu þúsund krónur aukalega á mánuði, eða einfaldlega pakka saman og fara. Erna og Sigurrós eru nágrannar í Svölutjörn. Hækkun Ernu hljóðar upp á fimmtíu og fimm þúsund krónur. „Ég veit bara ekkert hvað ég á að gera,“ segir Erna Bára Magnúsdóttir, leigjandi. „Við þurfum að íhuga okkar stöðu. Þetta er of mikil hækkun.“ Sigurrós Hrefna Skúladóttir, nágranni Ernu, tekur í sama streng. „Maður er alveg tilbúinn að borga eitthvað meira og maður bjóst við því. En 40% hækkun er svolítið mikið. Þetta er ekki eitthvað sem maður dregur upp úr rassvasanum.“ Erna, Sigurrós og fleiri viðmælendur fréttastofu sem leigja hjá Tjarnarverki benda jafnframt á ástand íbúðanna og segja engan hafa komið frá fyrirtækinu til að meta eignirnar áður en ákveðið var að hækka leiguna. Valgerður Kristjánsdóttir og Sigrún Dóra Jónsdóttir búa nokkrum húsum neðar í götunni. Báðar segja að boðuð hækkun á leiguverði þýði einfaldlega eitt. Þær og fjölskyldur þeirra þurfa að flytja. „Hér eru frábærir leikskólar, við erum gríðarlega heppin með nágranna og höfum eignast gott vinafólk hér,“ segir Sigrún. „Okkur líður vel hérna,“ segir Valgerður. „Okkur langar ekki að fara úr þessari íbúð. Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða.“ Í samtali við Vísi segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, að þessi hækkun sé ekki í neinu samræmi við íbúðaverð í bænum, sem þó fer hækkandi. Engu að síður mun bærinn ekki hlutast til um málið. Leigjendur hafa leitað til Neytendasamtakanna og bíða nú eftir nýju bréfi frá Tjarnarverki. Ekki náðist í neinn hjá Tjarnarverki í dag vegna málsins en ráðgjafi hjá fyrirtækinu sagði við Vísi í gær að verið væri að gefa íbúum kost á meira öryggi með því að bjóða eins árs samning frá og með morgundeginum. Hugnist þeim ekki leiguverðið hafi þeir tíma til að finna sér annað húsnæði. Valgerður segir vonleysi og hræðslu gæta meðal íbúanna. „Þetta var svo svívirðilegt. Hvernig þeir geta leyft sér að skella þessu svona fram. Og skýla sér svo á bakvið eitthvað bull. Þó við búum á Suðurnesjunum þá eru ekkert bara bjánar sem búa hérna. Við látum ekki bjóða okkur hvað sem er.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Róttæk hækkun á leiguverði hátt í níutíu íbúða í Reykjanesbæ, sem getur numið tugum þúsunda, setur líf fjölmargra fjölskyldna úr skorðum. Margir íhuga nú stöðu sína og sjá sér ekki annan kost færan en að flytja. Leigufélagið Tjarnarverk, sem keypti tæplega níutíu íbúðir í Keflavík, Innri-Njarðvík og Vogunum af Íbúðalánasjóði í maí, tilkynnti leigjendum á dögunum að leiguverð mun hækka um tugi þúsunda. Þessi hækkun hefur áhrif á tugi fjölskyldna. Og hjá mörgum þeirra er staðan nokkuð einföld. Annað hvort að punga út tuttugu, þrjátíu, fjörutíu þúsund krónur aukalega á mánuði, eða einfaldlega pakka saman og fara. Erna og Sigurrós eru nágrannar í Svölutjörn. Hækkun Ernu hljóðar upp á fimmtíu og fimm þúsund krónur. „Ég veit bara ekkert hvað ég á að gera,“ segir Erna Bára Magnúsdóttir, leigjandi. „Við þurfum að íhuga okkar stöðu. Þetta er of mikil hækkun.“ Sigurrós Hrefna Skúladóttir, nágranni Ernu, tekur í sama streng. „Maður er alveg tilbúinn að borga eitthvað meira og maður bjóst við því. En 40% hækkun er svolítið mikið. Þetta er ekki eitthvað sem maður dregur upp úr rassvasanum.“ Erna, Sigurrós og fleiri viðmælendur fréttastofu sem leigja hjá Tjarnarverki benda jafnframt á ástand íbúðanna og segja engan hafa komið frá fyrirtækinu til að meta eignirnar áður en ákveðið var að hækka leiguna. Valgerður Kristjánsdóttir og Sigrún Dóra Jónsdóttir búa nokkrum húsum neðar í götunni. Báðar segja að boðuð hækkun á leiguverði þýði einfaldlega eitt. Þær og fjölskyldur þeirra þurfa að flytja. „Hér eru frábærir leikskólar, við erum gríðarlega heppin með nágranna og höfum eignast gott vinafólk hér,“ segir Sigrún. „Okkur líður vel hérna,“ segir Valgerður. „Okkur langar ekki að fara úr þessari íbúð. Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða.“ Í samtali við Vísi segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, að þessi hækkun sé ekki í neinu samræmi við íbúðaverð í bænum, sem þó fer hækkandi. Engu að síður mun bærinn ekki hlutast til um málið. Leigjendur hafa leitað til Neytendasamtakanna og bíða nú eftir nýju bréfi frá Tjarnarverki. Ekki náðist í neinn hjá Tjarnarverki í dag vegna málsins en ráðgjafi hjá fyrirtækinu sagði við Vísi í gær að verið væri að gefa íbúum kost á meira öryggi með því að bjóða eins árs samning frá og með morgundeginum. Hugnist þeim ekki leiguverðið hafi þeir tíma til að finna sér annað húsnæði. Valgerður segir vonleysi og hræðslu gæta meðal íbúanna. „Þetta var svo svívirðilegt. Hvernig þeir geta leyft sér að skella þessu svona fram. Og skýla sér svo á bakvið eitthvað bull. Þó við búum á Suðurnesjunum þá eru ekkert bara bjánar sem búa hérna. Við látum ekki bjóða okkur hvað sem er.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira