Erlent

Malala segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist

Malala með sýrlenskum flóttamönnum.
Malala með sýrlenskum flóttamönnum. vísir/epa
Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist fólkinu í Sýrlandi. Ástandið þar sé sé hræðilegt og að nauðsynlegt sé að bregðast við.

Malala eyddi átján ára afmælisdegi sínum í Sýrlandi þar sem hún fundaði með leiðtogum landsins. Hún segist vera þar fyrir hönd allra 28 milljón barna sem þar búa og geta ekki sótt sér menntun vegna ástandsins sem í landinu ríki. Sagði hún leiðtogana hafa brugðist fólkinu, sérstaklega börnunum. Malala sagði í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér að um harmleik væri að ræða og að flóttamannakrísan þar í landi væri sú versta í áratugi.

Rúm fjögur ár eru síðan blóðugt stríð hófst í Sýrlandi. Áætlað er að um fjórar milljónir Sýrlendinga hafi flúið landið frá því að átökin hófust og að flóttamönnum fjölgi um 100 þúsund manns mánaðarlega. Sameinuðu þjóðirnar hafa greint frá miklum næringarskorti meðal barna sem mörg hver hafa þurft að reiða sig á dýrafóður til matar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×