Segja tilmæli lögreglustjórans ýta undir skömm þolenda Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 23:27 Helga Lind Mar er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar sem er farin til að vekja athygli á nauðgunum og kynferðislegri áreitni og þöggun samfélagsins þegar kemur að málaflokknum vísir/andri Aðstandendur Druslugöngunnar segja kröfu lögreglustjórans í Eyjum ýta undir þær hugmyndir að kynferðisafbrot séu mál sem eigi ekki að ræða opinberlega – „og eigi að halda á bakvið luktar dyr sem ýtir þar af leiðandi undir skömm þolenda.“ Þetta segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda göngunnar, í samtali við Vísi í tengslum við bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra til viðbragðsaðila þar sem hún fór fram á að þeir upplýstu fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag sagði Páley að þau skilaboð væru ekki síst til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Hún telji að fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þolendum oft mjög þungbær og byggir tilmæli sín á ummælum sem hún sagði hafa komið fram í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu mánaða.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Þessu eru skipuleggjendur Druslugöngunnar ósammála. Skilaboðin séu engan veginn í takt við kröfu göngunnar. „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind. Aðstandendur göngunnar styðji ekkert form þöggunar eða ritskoðunar yfirvalda þegar kemur að kynferðisbrotum.Sjá einnig: „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í kringum þjóðhátíð“ „Það er ekki umfjöllun um kynferðisbrot sem særir þolanda þess heldur það að vera nauðgað og beittur ofbeldi,“ segir Helga Lind Mar ennfremur. Krafa lögreglustjórans gefi þannig þeim hugmyndum að kynferðisbrot skuli ekki rædd opinberlega byr undir báða vængi og ýti þess þá heldur undir skömm þolenda ef brotum eigi að halda á bakvið luktar dyr. Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Aðstandendur Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu segja tilmæli lögreglustjórans í Eyjum til viðbragðsaðila á þjóðhátíð til þess fallin að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið. 29. júlí 2015 22:52 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Aðstandendur Druslugöngunnar segja kröfu lögreglustjórans í Eyjum ýta undir þær hugmyndir að kynferðisafbrot séu mál sem eigi ekki að ræða opinberlega – „og eigi að halda á bakvið luktar dyr sem ýtir þar af leiðandi undir skömm þolenda.“ Þetta segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda göngunnar, í samtali við Vísi í tengslum við bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra til viðbragðsaðila þar sem hún fór fram á að þeir upplýstu fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag sagði Páley að þau skilaboð væru ekki síst til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Hún telji að fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þolendum oft mjög þungbær og byggir tilmæli sín á ummælum sem hún sagði hafa komið fram í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu mánaða.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Þessu eru skipuleggjendur Druslugöngunnar ósammála. Skilaboðin séu engan veginn í takt við kröfu göngunnar. „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind. Aðstandendur göngunnar styðji ekkert form þöggunar eða ritskoðunar yfirvalda þegar kemur að kynferðisbrotum.Sjá einnig: „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í kringum þjóðhátíð“ „Það er ekki umfjöllun um kynferðisbrot sem særir þolanda þess heldur það að vera nauðgað og beittur ofbeldi,“ segir Helga Lind Mar ennfremur. Krafa lögreglustjórans gefi þannig þeim hugmyndum að kynferðisbrot skuli ekki rædd opinberlega byr undir báða vængi og ýti þess þá heldur undir skömm þolenda ef brotum eigi að halda á bakvið luktar dyr.
Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Aðstandendur Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu segja tilmæli lögreglustjórans í Eyjum til viðbragðsaðila á þjóðhátíð til þess fallin að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið. 29. júlí 2015 22:52 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13
„Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Aðstandendur Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu segja tilmæli lögreglustjórans í Eyjum til viðbragðsaðila á þjóðhátíð til þess fallin að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið. 29. júlí 2015 22:52
Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48