HIV-samfélagið slegið vegna frétta af handtöku meints smitbera Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2015 13:34 Einar Þór. Mál af þessu tagi, þar sem einn og sami einstaklingurinn er grunaður um að hafa smitað vísvitandi fjölda stúlkna af HIV, er einsdæmi á Íslandi. Fregnir af handtöku manns frá Nígeríu, hælisleitanda, sem grunaður er um að hafa smitað stúlkur vísvitandi af HIV-veirunni, hafa vakið óhug. Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV-Ísland, samtaka um málefni HIV-smitaðra, og honum er brugðið, sem öðrum. „Ég hafði svo sem haft ávæning af því að þetta mál gæti verið í uppsiglingu. Þetta er dapurt. Og fyrir alla aðila. Við erum auðvitað, í félaginu, sem erum HIV-jákvæð, slegin yfir þessu. Ekki hægt að svara þessu í stuttu máli, svona mál eru yfirleitt alltaf margslungin.“Ótti og fordómarEinar Þór hafði haft vitneskju um nokkur tiltekin smit einstaklinga mætti rekja til ákveðins aðila. Hann segir það einsdæmi á Íslandi að mál af þessu tagi komi upp. „Þetta er einsdæmi hér á landi að það fari út í þetta. Hvort þetta verði dómsmál eða gefnar út ákærur, maður veit það ekki. Það hefur aldrei komið upp mál af þessu tagi og þá til kasta dómsstóla, þó það hafi oft gerst erlendis.“ Einar Þór segir mikilvægt og hann vonar að í kjölfarið vakni jákvæð umræða um þennan skrítna sjúkdóm sem HIV er. Öll umræða um hann hefur alla tíð litast af ótta. „Og það er hættulegt þegar ótti og fordómar koma saman eins og víða er erlendis. Þar sem HIV er rosalega „stigmatiserað“ og fólk býr við við mikinn ótta og jafnvel er refsiákvæðum hreinlega beitt gagnvart því fólki sem er með sjúkdóminn.“ Raunveruleg hætta er á að umræðan litist af ótta og fordómum og Einar Þór segir mikilvægt að við missum okkur ekki í þeirri umræðu.200 HIV-smitaðir á ÍslandiAllir þeir sem hafa verið greindir á íslandi, frá upphafi um 330 hvar af hluti eru dánir og aðrir búa í útlöndum, eru 200 manns sem njóta heilþjónustu vegna sjúkdómsins. 98 prósent þeirra eru á HIV-lyfjum og Einar Þór segir mikilvægt að það komi fram að þeir sem eru í lyfjameðferð, þeir smita ekki. „Einstaklingar sem eru að koma til landsins frá löndum þar sem HIV-meðferð er ekki eins aðgengileg og hér er, jafnvel frá löndum í Afríku og Asíu þar sem tilvist sjúkdómsins er varla viðurkennd, þetta fólk er hrætt. Og veit kannski ekki að það er með sjúkdóminn. Við verðum að hafa þetta í huga,“ segir Einar Þór sem vill undirstrika að hann sé að tala almennt, en ekki með beinni skírskotun til þessa tiltekna máls sem upp er komið nú á Íslandi.Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sérÞá er mikilvægt í þessu að fólk sem er að lifa kynlífi; það ber alltaf ábyrgð á sér sjálft: „Ég vil minna á öruggt kynlíf, nota smokkinn til að vera öruggur. Enginn getur ætlast til þess að hinn aðilinn beri ábyrgðina. Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér. Það er svo mikilvægt í þessu,“ segir Einar Þór. Ýmislegt er til varna, hægt er að halda HIV-niðri, þetta er alvarlegur sjúkdómur en hann veldur ekki dauða eins og áður var, ef fólk fær lyfjameðferð. Tengdar fréttir HIV smit: Sá grunaði nígerískur hælisleitandi Maðurinn hefur dvalið hér á landi í meira en ár. 23. júlí 2015 11:56 Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV Ekki er vitað hve margar konur hafa orðið fyrir barðinu á manninum. 23. júlí 2015 11:27 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Fregnir af handtöku manns frá Nígeríu, hælisleitanda, sem grunaður er um að hafa smitað stúlkur vísvitandi af HIV-veirunni, hafa vakið óhug. Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV-Ísland, samtaka um málefni HIV-smitaðra, og honum er brugðið, sem öðrum. „Ég hafði svo sem haft ávæning af því að þetta mál gæti verið í uppsiglingu. Þetta er dapurt. Og fyrir alla aðila. Við erum auðvitað, í félaginu, sem erum HIV-jákvæð, slegin yfir þessu. Ekki hægt að svara þessu í stuttu máli, svona mál eru yfirleitt alltaf margslungin.“Ótti og fordómarEinar Þór hafði haft vitneskju um nokkur tiltekin smit einstaklinga mætti rekja til ákveðins aðila. Hann segir það einsdæmi á Íslandi að mál af þessu tagi komi upp. „Þetta er einsdæmi hér á landi að það fari út í þetta. Hvort þetta verði dómsmál eða gefnar út ákærur, maður veit það ekki. Það hefur aldrei komið upp mál af þessu tagi og þá til kasta dómsstóla, þó það hafi oft gerst erlendis.“ Einar Þór segir mikilvægt og hann vonar að í kjölfarið vakni jákvæð umræða um þennan skrítna sjúkdóm sem HIV er. Öll umræða um hann hefur alla tíð litast af ótta. „Og það er hættulegt þegar ótti og fordómar koma saman eins og víða er erlendis. Þar sem HIV er rosalega „stigmatiserað“ og fólk býr við við mikinn ótta og jafnvel er refsiákvæðum hreinlega beitt gagnvart því fólki sem er með sjúkdóminn.“ Raunveruleg hætta er á að umræðan litist af ótta og fordómum og Einar Þór segir mikilvægt að við missum okkur ekki í þeirri umræðu.200 HIV-smitaðir á ÍslandiAllir þeir sem hafa verið greindir á íslandi, frá upphafi um 330 hvar af hluti eru dánir og aðrir búa í útlöndum, eru 200 manns sem njóta heilþjónustu vegna sjúkdómsins. 98 prósent þeirra eru á HIV-lyfjum og Einar Þór segir mikilvægt að það komi fram að þeir sem eru í lyfjameðferð, þeir smita ekki. „Einstaklingar sem eru að koma til landsins frá löndum þar sem HIV-meðferð er ekki eins aðgengileg og hér er, jafnvel frá löndum í Afríku og Asíu þar sem tilvist sjúkdómsins er varla viðurkennd, þetta fólk er hrætt. Og veit kannski ekki að það er með sjúkdóminn. Við verðum að hafa þetta í huga,“ segir Einar Þór sem vill undirstrika að hann sé að tala almennt, en ekki með beinni skírskotun til þessa tiltekna máls sem upp er komið nú á Íslandi.Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sérÞá er mikilvægt í þessu að fólk sem er að lifa kynlífi; það ber alltaf ábyrgð á sér sjálft: „Ég vil minna á öruggt kynlíf, nota smokkinn til að vera öruggur. Enginn getur ætlast til þess að hinn aðilinn beri ábyrgðina. Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér. Það er svo mikilvægt í þessu,“ segir Einar Þór. Ýmislegt er til varna, hægt er að halda HIV-niðri, þetta er alvarlegur sjúkdómur en hann veldur ekki dauða eins og áður var, ef fólk fær lyfjameðferð.
Tengdar fréttir HIV smit: Sá grunaði nígerískur hælisleitandi Maðurinn hefur dvalið hér á landi í meira en ár. 23. júlí 2015 11:56 Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV Ekki er vitað hve margar konur hafa orðið fyrir barðinu á manninum. 23. júlí 2015 11:27 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
HIV smit: Sá grunaði nígerískur hælisleitandi Maðurinn hefur dvalið hér á landi í meira en ár. 23. júlí 2015 11:56
Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV Ekki er vitað hve margar konur hafa orðið fyrir barðinu á manninum. 23. júlí 2015 11:27