Vill að Gunnar Bragi sanni fullyrðingar um að hvalveiðar skaði ímynd þjóðarinnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 12:51 Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill að utanríkisráðherra sanni fullyrðingar sínar þess efnis að hvalveiðar skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Þá segir hann fráleitt að tala um að þær hafi áhrif á viðskiptahagsmuni landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær mikilvægt væri að ná samstöðu um hvalveiðar Íslendinga. Ljóst sé að draga þyrfti úr þeim því þær hafi áhrif á ímynd íslensku þjóðarinnar. Jón Gunnarsson er þessu ósammála. „Því hefur verið haldið fram síðan við hófum hvalveiðar hér fyrir nokkuð mörgum árum síðan að þetta hafi átt að skaða mjög hagsmuni Íslands, bæði einhverja svokallaða ímynd og eins á útflutningsiðnað okkar og ferðaþjónustu. Það hefur ekkert af þessu að mínu mati gengið eftir og hvalveiðar hafa bara verið hér stundaðar og af því hafa skapast mikil og verðmæt störf,” segir Jón. „Ég tel ekki að það muni skipta neinu máli í þessu stóra samhengi hvort þú sért að veiða hundrað hvali eða fimmtíu hvali,” segir hann. Jón segist ekki ætla að boða utanríkisráðherra á fund atvinnuveganefndar, en ætlar að krefja hann svara um málið. „Ég vil fá að sjá einhverja kortlagningu á því hvar þetta á sér stað. Ef hann telur sig eiga erindi við okkur með einhverjar nýjar upplýsingar á þessum vettvangi sem eiga erindi við atvinnuveganefnd þingsins þá að sjálfsögðu munum við hitta hann en ég bara tel að hann verði að gera betur grein fyrir sínu máli og því sem hann er að leggja á borðið núna.” Þá segir hann afleitt að Gunnar Bragi telji hugsanlegt að Ísland hafi ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; Bandaríkjunum, Rússlands, Grænlands, Noregs og Kanada sökum hvalveiða. „Það stenst enga skoðun að mínu mati. Ég vil fá að sjá eitthvað ábyggilegra um þetta og hvaða samningsmarkmið ráðherrann er að vitna til og hvaða samningum hann telur sig geta náð innan alþjóðahvalveiðiráðsins. Ég tel það stórfrétt ef okkar utanríkisráðherra hefur einhverja formúlu til að ná sátt við þann helming af þjóðum innan alþjóðahvalveiðiráðsins sem andvígt hvalveiðum,” segir Jón.Gunnar Bragi sagði í gær að mikilvægt væri að ná samstöðu um hvalveiðar. Tengdar fréttir Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill að utanríkisráðherra sanni fullyrðingar sínar þess efnis að hvalveiðar skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Þá segir hann fráleitt að tala um að þær hafi áhrif á viðskiptahagsmuni landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær mikilvægt væri að ná samstöðu um hvalveiðar Íslendinga. Ljóst sé að draga þyrfti úr þeim því þær hafi áhrif á ímynd íslensku þjóðarinnar. Jón Gunnarsson er þessu ósammála. „Því hefur verið haldið fram síðan við hófum hvalveiðar hér fyrir nokkuð mörgum árum síðan að þetta hafi átt að skaða mjög hagsmuni Íslands, bæði einhverja svokallaða ímynd og eins á útflutningsiðnað okkar og ferðaþjónustu. Það hefur ekkert af þessu að mínu mati gengið eftir og hvalveiðar hafa bara verið hér stundaðar og af því hafa skapast mikil og verðmæt störf,” segir Jón. „Ég tel ekki að það muni skipta neinu máli í þessu stóra samhengi hvort þú sért að veiða hundrað hvali eða fimmtíu hvali,” segir hann. Jón segist ekki ætla að boða utanríkisráðherra á fund atvinnuveganefndar, en ætlar að krefja hann svara um málið. „Ég vil fá að sjá einhverja kortlagningu á því hvar þetta á sér stað. Ef hann telur sig eiga erindi við okkur með einhverjar nýjar upplýsingar á þessum vettvangi sem eiga erindi við atvinnuveganefnd þingsins þá að sjálfsögðu munum við hitta hann en ég bara tel að hann verði að gera betur grein fyrir sínu máli og því sem hann er að leggja á borðið núna.” Þá segir hann afleitt að Gunnar Bragi telji hugsanlegt að Ísland hafi ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; Bandaríkjunum, Rússlands, Grænlands, Noregs og Kanada sökum hvalveiða. „Það stenst enga skoðun að mínu mati. Ég vil fá að sjá eitthvað ábyggilegra um þetta og hvaða samningsmarkmið ráðherrann er að vitna til og hvaða samningum hann telur sig geta náð innan alþjóðahvalveiðiráðsins. Ég tel það stórfrétt ef okkar utanríkisráðherra hefur einhverja formúlu til að ná sátt við þann helming af þjóðum innan alþjóðahvalveiðiráðsins sem andvígt hvalveiðum,” segir Jón.Gunnar Bragi sagði í gær að mikilvægt væri að ná samstöðu um hvalveiðar.
Tengdar fréttir Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46