Erlent

Breski Verkamannaflokkurinn: Corbyn líklegastur til að taka við formennsku

Atli Ísleifsson skrifar
Jeremy Corbyn þykir lengst til vinstri meðal þeirra sem bjóða sig fram til formanns og er andstæðingur nýtingu kjarnorku.
Jeremy Corbyn þykir lengst til vinstri meðal þeirra sem bjóða sig fram til formanns og er andstæðingur nýtingu kjarnorku. Vísir/AFP
Þingmaðurinn Jeremy Corbyn er líklegastur til að taka við formennsku í breska Verkamannaflokknum. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar YouGov meðal þeirra sem kjörgengir eru í valinu.

Ed Miliband lét af formennsku í kjölfar ósigurs Verkamannaflokksins í bresku þingkosningunum í maí.

Hinn 66 ára Corbyn, sem þykir lengst til vinstri meðal þeirra sem bjóða sig fram til formanns og er andstæðingur nýtingu kjarnorku, mælist með 53 prósent fylgi ef marka má könnun YouGov.

Þingmennirnir Andy Burnham, Yvette Cooper, Liz Kendall og Corbyn eru öll í framboði til formanns. Burnham mælist með næstmest fylgi, eða 21 prósent.

Nýr formaður flokksins verður kynntur í næsta mánuði.

Vinsældir Corbyn hafa aukist að undanförnu þrátt fyrir að margir hafi varað við að val á Corbyn kunni að fæla kjósendur frá flokknum og draga úr líkum á að Verkamannaflokkurinn vinni sigur í næstu kosningum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×