Erlent

Bandaríska baráttukonan Boynton Robinson látin

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrr á árinu gekk Barack Obama Bandaríkjaforseti hönd í hönd með Boynton Robinson til að minnast kröfugöngunnar 1965.
Fyrr á árinu gekk Barack Obama Bandaríkjaforseti hönd í hönd með Boynton Robinson til að minnast kröfugöngunnar 1965.
Bandaríska baráttukonan Amelia Boynton Robinson er látin, 104 ár að aldri. Boynton Robinson var einn af forsprökkum réttindabaráttu svartra í Alabama á sjöunda áratug síðustu aldar.

Boynton Robinson kom að skipulagningu kröfugöngunnar 1965 sem varð síðar þekkt sem Bloody Sunday eftir að lögregla beitti táragasi og kylfum gegn mótmælendum.

Fréttaljósmynd sem náðist af Robinson meðvitundarlausri í mótmælunum vakti mikla athygli í Bandaríkjunum.

Hún var einnig fyrsta svarta konan til að bjóða sig fram til þings í Alabama.

Fyrr á árinu gekk Barack Obama Bandaríkjaforseti hönd í hönd með Boynton Robinson þa rsem þess var minnst að fimmtíu ár voru liðin frá kröfugöngunni 1965.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×