Erlent

Nítján ára maður handtekinn vegna morðanna í Gandrup

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Líkin fundust á bóndabæ við Álaborg á Norður-Jótlandi um þrjú í nótt.
Líkin fundust á bóndabæ við Álaborg á Norður-Jótlandi um þrjú í nótt. VÍSIR/AFP
Nítján ára karlmaður gaf sig fram við dönsku lögregluna í morgun og viðurkenndi að hafa ráðið þremur einstaklingum bana á bóndabæ við Gandrup á Norður-Jótlandi. Maðurinn er sagður hafa tengsl við fólkið, sem voru hjón og sonur þeirra. 

Lögreglu barst tilkynning um þrjú lík á landareigninni um klukkan tíu mínútur í þrjú að staðartíma. Lögreglan fór í kjölfarið á staðinn og fann líkin. Tilkynnt var um málið snemma í morgun en lögreglan varðist frétta af atvikinu framan af. 

Uppfært: Ranglega var sagt að atvikið hefði átt sér stað á Norður-Sjálandi.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×