Erlent

Eldur á flugvellinum í Dyflinni stöðvaði flugsamgöngur

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Eldurinn kom upp í þaki flugskýlisins.
Eldurinn kom upp í þaki flugskýlisins. Vísir/Slökkviliðið í Dyflinni
Flugsamgöngur lömuðust á Írlandi í morgun þegar eldur kom upp í flugskýli á flugvellinum í Dyflinni. Eldurinn kom upp í þaki skýlisins en slökkviliðsmenn voru fljótir að ná tökum á eldinum og koma í veg fyrir útbreiðslu hans.

Tvær flugvélar voru inni í flugskýlinu þegar eldurinn braust út en það er notað sem geymsla og til viðgerða á flugvélum. Þó að aftur sé byrjað að fljúga á flugvellinum er líklegt að stöðvunin í morgun muni hafa áhrif á flugsamgöngur á Írlandi það sem eftir lifir dags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×