Erlent

Þambaði koníaksflösku í stað þess að afhenda hana tollvörðum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hún tók ekki í mál að afhenda flöskuna vegna reglna um að ekki megi taka nema 100 millílítra með sér í handfarangur í flug.
Hún tók ekki í mál að afhenda flöskuna vegna reglna um að ekki megi taka nema 100 millílítra með sér í handfarangur í flug. Vísir/Flickr/cyclonebill
Kínversk kona gerði sér lítið fyrir og drakk heila koníaksflösku við öryggiseftirlit á flugvelli í  Peking  þegar tollverðir ætluðu að taka af henni flöskuna, sem hún hafði  meðferðis  í handfarangri.

Það endaði þó þannig að konan fékk þó ekki að fljúga vegna þess að hún var orðin of drukkin til að mega fara um borð í vélina. Var ástand hennar talið ógn við öryggi annarra farþega um borð.

Konan er talin hafa keypt flöskuna á bandarískum flugvelli, þaðan sem hún flaug til 
Peking  þar sem hún ætlaði að millilenda á leið sinni til  Wenzhou .

Starfsmenn flugvallarins tjáði henni að hún mætti ekki taka með sér vökva umfram 100 millílítra með sér í handfarangri og tók því konan ákvörðun um að skella í sig allri flöskunni í stað þess að láta gera hana upptæka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×