Erlent

Maður lést er hann varð fyrir skriðdreka

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
M5 skriðdreki líkt og sá sem ekið var er slysið varð.
M5 skriðdreki líkt og sá sem ekið var er slysið varð. Vísir/Getty
Eiginmaður forstjóra sælgætisframleiðandans Jelly Belly kramdi mann til dauða fyrir slysni er hann keyrði um landsvæði fjölskyldunnar í Fairfield í Kaliforníu á skriðdreka sem notaður var í seinni heimstyrjöldinni.

Slysið átti sér stað um sl. helgi á ættarmóti fjölskyldunnar sem á og rekur fyrirtækið sem framleiðir sælgætið Jelly Belly, Fjölskyldufaðirinn og fyrrum forstjóri fyrirtækisins, Herman Rowland eldri, er þekktur fyrir áhuga sinn á gömlum stríðstólum sem hann safnar í gríð og erg.

Slysið atvikaðist þannig að maðurinn sem lést sat fremst á skriðdrekanum en féll framfyrir skriðdrekann þegar honum var ekið niður brekku. Ekki tókst að stöðva skriðdrekann í tæka tíð og lenti maðurinn undir skriðdrekanum og lést samstundis. Ekki er talið að stjórnandi skriðdrekans hafi verið undir áhrifum vímuefna þegar slysið átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×