Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2015 19:47 Markaðsstjóri Löðurs þakkar fyrir að ekki fór verr þegar Ágústa Eva festist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og bíls. Vísir/Hörður Forsvarsmenn Löðurs hafa rætt við söng- og leikkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur og ætla að tryggja að atvikið sem hún lenti í, í bílaþvottastöð Löðurs í Holtagörðum um liðna helgi, komi ekki fyrir aftur. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Ágústa Eva hefði lent í óskemmtilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og húddsins á bílnum hennar.Sjá einnig: Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöðÁgústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssyni, saksóknara.mynd/Ágústa Eva„Algjörlega pinnuð niður í bílinn“ Þetta atvikaðist með þeim hætti að Ágústa Eva hafði farið með bílinn sinn inn í einn af básum Löðurs í Holtagörðum, búin að borga og ætlaði að þvo bílinn. Þegar hún hafði ýtt á takka fyrir tjöruhreinsi heyrði hún stóra hurð fara af stað fyrir ofan sig og sá að hún stefndi á húddið á bíl hennar. Hún ýtti af öllu afli þar til hurðin stöðvaðist. Eftir að hafa stöðvað hurðina ætlaði hún inn í bílinn og bakka honum undan henni. „En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ sagði Ágústa Eva en sá maður reyndist vera áðurnefndur Björn Þorvaldsson.Ætla að tryggja að þetta komi aldrei aftur fyrir Elísabet Jónsdóttir er markaðsstjóri og fer fyrir gæðamálum hjá Löðri en hún segist hafa sett sig í samband við Ágústu Evu og þakkar fyrir að ekki fór verr. Elísabet segir nema vera í gúmmíinu neðst á þessum hurðum í bílaþvottastöðvum Löðurs og á að vera nóg að snerta þá með fingurgómunum til þess að hurðirnar stoppi. Við skoðun hafi komið í ljós að lítið gat var á gúmmíinu á hurðinni sem Ágústa Eva varð undir og því stoppaði hún ekki. „Við brugðumst við þessu með þeim hætti að festa allar hurðirnar uppi og þær verða þannig þar til við erum búin að tryggja að þetta getur aldrei komið fyrir aftur,“ segir Elísabet sem segir starfsmenn Löðurs vakta búnaðinn daglega og reynt sé eftir fyllsta megni að tryggja að ekkert fari úrskeiðis. Hún segir álíka atvik ekki hafa komið fyrir áður og er ætlunin að tryggja að það komi ekki fyrir aftur. Tengdar fréttir Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Forsvarsmenn Löðurs hafa rætt við söng- og leikkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur og ætla að tryggja að atvikið sem hún lenti í, í bílaþvottastöð Löðurs í Holtagörðum um liðna helgi, komi ekki fyrir aftur. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Ágústa Eva hefði lent í óskemmtilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og húddsins á bílnum hennar.Sjá einnig: Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöðÁgústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssyni, saksóknara.mynd/Ágústa Eva„Algjörlega pinnuð niður í bílinn“ Þetta atvikaðist með þeim hætti að Ágústa Eva hafði farið með bílinn sinn inn í einn af básum Löðurs í Holtagörðum, búin að borga og ætlaði að þvo bílinn. Þegar hún hafði ýtt á takka fyrir tjöruhreinsi heyrði hún stóra hurð fara af stað fyrir ofan sig og sá að hún stefndi á húddið á bíl hennar. Hún ýtti af öllu afli þar til hurðin stöðvaðist. Eftir að hafa stöðvað hurðina ætlaði hún inn í bílinn og bakka honum undan henni. „En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ sagði Ágústa Eva en sá maður reyndist vera áðurnefndur Björn Þorvaldsson.Ætla að tryggja að þetta komi aldrei aftur fyrir Elísabet Jónsdóttir er markaðsstjóri og fer fyrir gæðamálum hjá Löðri en hún segist hafa sett sig í samband við Ágústu Evu og þakkar fyrir að ekki fór verr. Elísabet segir nema vera í gúmmíinu neðst á þessum hurðum í bílaþvottastöðvum Löðurs og á að vera nóg að snerta þá með fingurgómunum til þess að hurðirnar stoppi. Við skoðun hafi komið í ljós að lítið gat var á gúmmíinu á hurðinni sem Ágústa Eva varð undir og því stoppaði hún ekki. „Við brugðumst við þessu með þeim hætti að festa allar hurðirnar uppi og þær verða þannig þar til við erum búin að tryggja að þetta getur aldrei komið fyrir aftur,“ segir Elísabet sem segir starfsmenn Löðurs vakta búnaðinn daglega og reynt sé eftir fyllsta megni að tryggja að ekkert fari úrskeiðis. Hún segir álíka atvik ekki hafa komið fyrir áður og er ætlunin að tryggja að það komi ekki fyrir aftur.
Tengdar fréttir Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14