Erlent

Ljón drap leiðsögumann

Samúel Karl Ólason skrifar
Komurinn kom að sex ljónum í þjóðgarðinum.
Komurinn kom að sex ljónum í þjóðgarðinum. Vísir/Getty
Ljón réðst á og drap leiðsögumann í Hwange þjóðgarðinum í Simbabve. Leiðsögumaðurinn var fótgangandi ásamt sex ferðamönnum í ljósmyndaferð þegar hann varð var um fótspor eftir ljón og elti hópurinn þau. Maðurinn hét Quinn Swales en engan af ferðamönnunum sakaði.

Atvikið átti sér stað í sama þjóðgarði og ljónið Cecil hélt til í áður en hann var drepinn af bandarískum veiðimanni.

Samkvæmt lögreglunni sagði að hópurinn hefði komið að sex ljónum á göngu sinni í gær. Tveimur karlkyns, tveimur kvenkyns og tveimur ungum. Þar sem ungar hafi verið með í för urðu ljónin árásargjörn. Swales tókst að reka annað karldýrið í burtu, en ljónið sneri aftur og réðst á hann.

Swales lést af sárum sínum í dag. Ljónið heitir Nxaha og er merkt með hálsól eins og Cecil var. Mörg ljón í þjóðgarðinum eru með slíkar hálsólar vegna rannsóknar Oxford háskólans í Englandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×