Erlent

N-Kórea lýsir yfir eftirsjá

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Viðræðum á milli ríkjanna er nýlokið.
Viðræðum á milli ríkjanna er nýlokið. Vísir/AFP
Suður-Kórea og Norður-Kórea hafa gert samning sín á milli sem draga á úr þeirri spennu sem magnast hefur upp á Kóreuskaga undanfarnar vikur.

Viðræður á milli ríkjanna hófust um helgina í vopnahlésþorpinu Panmunjon við landamæri ríkjanna. Niðurstaðan er sú að að N-Kórea mun lýsa yfir eftirsjá vegna atviks sem átti sér stað fyrr í mánuðinum þegar tveir s-kóreskir hermenn létust er þeir stigu á jarðsprengjur við landamærin.

Sjá einnig: Gangnam Style og áróður - Hvað er S-Kórea að spila við landamærin?

Deilurnar hafa stigmagnast síðan og höfðu yfirvöld í N-Kóreu hótað því að beita herafla sínum gegn hátalarakerfi sem sett hefur verið upp S-Kóreu megin við landamærin. Varpar hátalarakerfið áróðri og ýmiskonar tónlist yfir landamærin og fer það mjög fyrir brjóstið yfirvöldum í Pyongyang.

Norður-Kóreumenn hafa tvöfaldað stórskotahríð sína yfir landamærin og gangsett kafbátaflota sinn í Gulahafi. Fimmtíu kafbátar lögðu af stað úr höfn um helgina. Heraflar beggja ríkja hafa verið í viðbraðgsstöðu vegna deilna ríkjanna.

Tæknilega séð eru ríkin tvö í stríði eftir Kóreustríðið 1950 til 1953. Eftir að þeim stríðsátökum lauk var samið um vopnahlé en ekki stríðslok.


Tengdar fréttir

Kóreuskagi á barmi styrjaldar

Norður- og Suður Kórea hafa skipst á stórskotaliðsskotum yfir helgina. Friðarviðræður hófust á laugar­daginn og virðast engan endi ætla að taka en ríkin saka hvort annað um að bera ábyrgð á ástandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×