Glódís Perla Viggósdóttir hafði betur gegn Elísu og Margréti Láru Viðarsdætrum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en Eskilstuna vann 2-0 sigur á Kristianstad.
Felicia Karlsson skoraði fyrra mark leiksins á 30. mínútu og Gaelle Enganamouit tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma. Eskilstuna í þriðja sæti deildarinnar, en Kristanstad í því áttunda.
Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Eskilstuna í vörn liðsins. Margrét Lára og Elísa Viðarsdóttir spiluðu einnig allan leikinn fyrir Kristianstad, en Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið.
Glódís Perla hafði betur í Íslendingaslag
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti


Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti


