Erlent

Caitlyn Jenner líklega ákærð fyrir manndráp

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Caitlyn Jenner
Caitlyn Jenner
Rannsóknarfulltrúar fógetans í Los Angeles munu mæla með því til saksóknara að Caitlyn Jenner verði ákærð fyrir manndráp vegna misgjarða fyrir þátt hennar í bílslysi í febrúar sl. þar sem ein manneskja lést.

Talsmaður fógetans sagði að rannsókn málsins hefði leitt í ljós að ökulag Jenner hefði verið hættulegt miðað við ríkjandi vegaðstæður. Jeppa hennar var ekið aftan á Lexus-bifreið sem varð til þess að hún kastaðist fyrir aðvífandi umferð. Ökumaður Lexus-bifreiðarinnar, hin 69 ára gamla Kim Howe, lést þegar bíll hennar varð fyrir Hummer-jeppa.

Málið verður tekið lokaskoðunar í næstu viku áður en saksóknarar ákveða hvort ákæra á hendur Jenner verði gefin út. Verði ákæra gefin út og Jenner fundin sek stendur hún frammi fyrir allt að eins árs fangelsisdómi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×