Erlent

Kínverskur bóndi sem þóttist vera prinsessa í fangelsi fyrir fjársvik

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjársvikararnir sviku háar fjárhæðir út úr fórnarlömbum sínum.
Fjársvikararnir sviku háar fjárhæðir út úr fórnarlömbum sínum. Vísir/Getty
Kínverskur bóndi sem þóttist vera prinsessa hefur verið dæmdur í 13 og hálfs árs langt fangelsi í Kína fyrir fjársvik. Í heildina sveik hún og samverkamaður hennar út tvær milljónir júana.

Wang Fengying kallaði sig Changping og þóttist vera prinsessa og afkomandi Qing-ættarveldisins. Hún og samverkamaður hennar, Yang Janglin, sviku fé út úr grunlausum fórnarlömbum með því að segjast vera fjárþurfa til að losa út milljarða dollara sem yfirvöld höfðu haldið eftir.

Lofuðu þau, í skiptum fyrir fjármuni, að fórnarlömbum sínum yrðu ríkulega launað um leið og hægt væri að leysa út upphæðina sem þau sögðust eiga inni hjá yfirvöldum. Svindlið stóð yfir í um tvö ár áður en eitt af fórnarlömbunum kærði þau til lögreglunnar.

Lögreglan lagði hald á 41 gullstöng, þúsundir af fölsuðum dollaraseðlum og fjársjóðskort sem fjársvikararnir höfðu notað sem tryggingu. Janglin fékk 12 ára fangelsisdóm og var þeim skipað að greiða 500.000 júan í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×