Kveikt í höfuðstöðvum HDP-flokksins í Tyrklandi Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 23:42 Hér sést reykur stíga frá höfuðstöðvum HDP-flokksins í Ankara í Tyrklandi. Vísir/AFP Hópur mótmælenda réðst á höfuðstöðvar Lýðræðisflokks fólksins, HDP, í Ankara, höfuðborg Tyrklands, fyrr í kvöld. Myndir frá vettvangi virtust sýna eld í þessum höfuðstöðvum flokks Kúrda en mikil átök hafa verið á milli tyrkneska hersins og herskárra Kúrda sem tilheyra verkamannaflokki Kúrda, PKK. Forsætisráðherra Tyrkja, Ahmet Davutoglu, hefur kallað eftir friði en fyrr í dag fóru tyrkneskir vígamenn til Íraks til að ráðast gegn kúrdískum vígamönnum í fyrsta sinn síðan komið var á vopnahlé fyrir tveimur árum. Tyrkneskar herþotur gerðu einnig loftárásir á búðir PKK í norður Írak. Átökin í höfuðborginni má rekja til mótmæla þjóðernissinna fyrr í dag eftir að fjórtán lögreglumenn létust þegar rúta var sprengd en grunur leikur á að PKK beri ábyrgð á þeirri árás. Árásin átti sér stað degi eftir að vígamenn höfðu fellt 16 tyrkneska hermenn. Þingmaður HDP, Garo Paylan, sagði við fréttaveitu Reuters að hundruð mótmælenda hefðu ráðist á höfuðstöðvar flokksins í Ankara. „Lögreglan fylgist bara með. Það sem er verið að eyðileggja er vonin um að geta lifað saman í sátt og samlyndi,“ sagði Paylan. HDP-flokknum var ætlað að koma á friði á milli tyrkneskra stjórnvalda og vopnaðra frelsisveita Kúrda. Einnig hafa verið fluttar fregnir af árásum á skrifstofur flokksins í sex öðrum borgum í Tyrklandi, þar á meðal hafði verið kveikt í skrifstofu flokksins í borginni Alanya.#HDP #Alanya / Antalya It was a serious attack pic.twitter.com/Dq05QPqQYX— KurdishPhoto (@KurdishPhoto1) September 8, 2015 Fire attacks on #HDP Office Ankara, Alanya, Mêrsin, Kirsehir pic.twitter.com/aJgVy3kv0o— Leylan Uca (@LeylanUca) September 8, 2015 BREAKING: Turkish #HDP party headquarters in #Ankara has been set on fire, reports of people inside being trapped pic.twitter.com/s3RLMtfOLh— News_Executive (@News_Executive) September 8, 2015 400 Ultranationalist Turks attack offices of #Kurdish Party #HDP & burn down the building. It's the Turco-Kurdish WAR pic.twitter.com/Uq1XaLBEYz— Tarek Fatah (@TarekFatah) September 8, 2015 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Hópur mótmælenda réðst á höfuðstöðvar Lýðræðisflokks fólksins, HDP, í Ankara, höfuðborg Tyrklands, fyrr í kvöld. Myndir frá vettvangi virtust sýna eld í þessum höfuðstöðvum flokks Kúrda en mikil átök hafa verið á milli tyrkneska hersins og herskárra Kúrda sem tilheyra verkamannaflokki Kúrda, PKK. Forsætisráðherra Tyrkja, Ahmet Davutoglu, hefur kallað eftir friði en fyrr í dag fóru tyrkneskir vígamenn til Íraks til að ráðast gegn kúrdískum vígamönnum í fyrsta sinn síðan komið var á vopnahlé fyrir tveimur árum. Tyrkneskar herþotur gerðu einnig loftárásir á búðir PKK í norður Írak. Átökin í höfuðborginni má rekja til mótmæla þjóðernissinna fyrr í dag eftir að fjórtán lögreglumenn létust þegar rúta var sprengd en grunur leikur á að PKK beri ábyrgð á þeirri árás. Árásin átti sér stað degi eftir að vígamenn höfðu fellt 16 tyrkneska hermenn. Þingmaður HDP, Garo Paylan, sagði við fréttaveitu Reuters að hundruð mótmælenda hefðu ráðist á höfuðstöðvar flokksins í Ankara. „Lögreglan fylgist bara með. Það sem er verið að eyðileggja er vonin um að geta lifað saman í sátt og samlyndi,“ sagði Paylan. HDP-flokknum var ætlað að koma á friði á milli tyrkneskra stjórnvalda og vopnaðra frelsisveita Kúrda. Einnig hafa verið fluttar fregnir af árásum á skrifstofur flokksins í sex öðrum borgum í Tyrklandi, þar á meðal hafði verið kveikt í skrifstofu flokksins í borginni Alanya.#HDP #Alanya / Antalya It was a serious attack pic.twitter.com/Dq05QPqQYX— KurdishPhoto (@KurdishPhoto1) September 8, 2015 Fire attacks on #HDP Office Ankara, Alanya, Mêrsin, Kirsehir pic.twitter.com/aJgVy3kv0o— Leylan Uca (@LeylanUca) September 8, 2015 BREAKING: Turkish #HDP party headquarters in #Ankara has been set on fire, reports of people inside being trapped pic.twitter.com/s3RLMtfOLh— News_Executive (@News_Executive) September 8, 2015 400 Ultranationalist Turks attack offices of #Kurdish Party #HDP & burn down the building. It's the Turco-Kurdish WAR pic.twitter.com/Uq1XaLBEYz— Tarek Fatah (@TarekFatah) September 8, 2015
Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira