Húsnæðismál Eyglóar í fjárlagafrumvarpi Snærós Sindradóttir skrifar 8. september 2015 07:00 Mikið mun mæða á Eygló Harðardóttur á komandi þingi. Andstæðingar segja pólitískt líf hennar velta á velgengninni. vísir/Stefán Það eru allir sammála um að húsnæðismál Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verði stóra málið á þingi í haust. Ágreiningur milli ríkisstjórnarflokkanna um frumvarpið er ekki meiri en svo að gert er ráð fyrir kostnaði við það, mörgum milljörðum, í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Alþingi Íslendinga kemur saman í dag eftir stutt sumarleyfi. Húsnæðisfrumvarpið kveður á um byggingu 2.300 félagslegra íbúða á næstu þremur árum, stofnframlög eða vaxtaniðurgreiðslur til húsnæðissamvinnufélaga, og nýmæli um húsnæðisbótakerfi sem jafnar vaxtabætur og húsaleigubætur. Grunnhúsnæðisbæturnar hækka úr 23 þúsund krónum í 32 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst helsti ágreiningur ríkisstjórnarinnar um það hvort greiðslur bóta verði áfram á hendi sveitarfélaga eða hvort umsjón þeirra fari yfir til ríkisins.Vigdís HauksdóttirÞá segja heimildarmenn innan ríkisstjórnarinnar að viðbúið sé að ágreiningur verði um húsnæðisbæturnar hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Það verði erfitt fyrir þá að kyngja tillögum sem séu í prinsippinu ólíkar hugmyndum um markaðsfrelsi og einstaklingsframtak. Samið var um húsnæðisfrumvarp Eyglóar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Í samningunum eru rauð strik í febrúar sem koma samningnum í uppnám ef ekki verður búið að afgreiða frumvarpið. Þetta þýðir, að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem Fréttablaðið ræddi við, að pólitískt líf Eyglóar hangi á þessu frumvarpi. Frumvarpið þykir slá félagslegri tóna en nýlega hafa heyrst frá Framsóknarflokknum. Því er eðlilegt að spyrja Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, hvað henni finnist um kostnaðarsamt frumvarpið og þá staðreynd að búið sé að fjármagna það í fjárlagafrumvarpinu. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta því fjárlaganefnd er ekki búin að fá kynningu á fjárlagafrumvarpinu,“ segir hún. Aðspurð hvernig Vigdísi lítist almennt á frumvarp flokkssystur sinnar segist hún heldur ekki geta tjáð sig um það. „Ég veit ekki hvað kemur til með að standa í þeim [breytingum á frumvarpinu]. Þú ert að biðja mig um að sjá inn í framtíðina og það get ég ekki.“ En það þykir þó ólíklegt að stjórnarandstaðan reynist óþægur ljár í þúfu þegar kemur að frumvarpinu. Eins og áður segir þykir það frekar félagslegt, sem hæfir vel stefnu sósíaldemókratísku flokkanna á vinstri vængnum. Þá þykir líklegt að leggjast muni vel í stjórnarandstöðuna ákvæði um að fjölskyldustærð hækki bæturnar sem og að foreldri, sem hefur forsjá en ekki lögheimili barns síns, eigi rétt á bótunum. Alþingi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Það eru allir sammála um að húsnæðismál Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verði stóra málið á þingi í haust. Ágreiningur milli ríkisstjórnarflokkanna um frumvarpið er ekki meiri en svo að gert er ráð fyrir kostnaði við það, mörgum milljörðum, í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Alþingi Íslendinga kemur saman í dag eftir stutt sumarleyfi. Húsnæðisfrumvarpið kveður á um byggingu 2.300 félagslegra íbúða á næstu þremur árum, stofnframlög eða vaxtaniðurgreiðslur til húsnæðissamvinnufélaga, og nýmæli um húsnæðisbótakerfi sem jafnar vaxtabætur og húsaleigubætur. Grunnhúsnæðisbæturnar hækka úr 23 þúsund krónum í 32 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst helsti ágreiningur ríkisstjórnarinnar um það hvort greiðslur bóta verði áfram á hendi sveitarfélaga eða hvort umsjón þeirra fari yfir til ríkisins.Vigdís HauksdóttirÞá segja heimildarmenn innan ríkisstjórnarinnar að viðbúið sé að ágreiningur verði um húsnæðisbæturnar hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Það verði erfitt fyrir þá að kyngja tillögum sem séu í prinsippinu ólíkar hugmyndum um markaðsfrelsi og einstaklingsframtak. Samið var um húsnæðisfrumvarp Eyglóar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Í samningunum eru rauð strik í febrúar sem koma samningnum í uppnám ef ekki verður búið að afgreiða frumvarpið. Þetta þýðir, að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem Fréttablaðið ræddi við, að pólitískt líf Eyglóar hangi á þessu frumvarpi. Frumvarpið þykir slá félagslegri tóna en nýlega hafa heyrst frá Framsóknarflokknum. Því er eðlilegt að spyrja Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, hvað henni finnist um kostnaðarsamt frumvarpið og þá staðreynd að búið sé að fjármagna það í fjárlagafrumvarpinu. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta því fjárlaganefnd er ekki búin að fá kynningu á fjárlagafrumvarpinu,“ segir hún. Aðspurð hvernig Vigdísi lítist almennt á frumvarp flokkssystur sinnar segist hún heldur ekki geta tjáð sig um það. „Ég veit ekki hvað kemur til með að standa í þeim [breytingum á frumvarpinu]. Þú ert að biðja mig um að sjá inn í framtíðina og það get ég ekki.“ En það þykir þó ólíklegt að stjórnarandstaðan reynist óþægur ljár í þúfu þegar kemur að frumvarpinu. Eins og áður segir þykir það frekar félagslegt, sem hæfir vel stefnu sósíaldemókratísku flokkanna á vinstri vængnum. Þá þykir líklegt að leggjast muni vel í stjórnarandstöðuna ákvæði um að fjölskyldustærð hækki bæturnar sem og að foreldri, sem hefur forsjá en ekki lögheimili barns síns, eigi rétt á bótunum.
Alþingi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira