Innlent

Stefnir í metár hjá Útlendingastofnun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stefnir í metár hjá Útlendingastofnun.
Stefnir í metár hjá Útlendingastofnun. Vísir/SK
Alls hafa 154 einstaklingar sótt um hæli á Íslandi það sem af er ári. Umsóknum hælisleitanda fer fjölgandi en þann 31. ágúst 2014 höfðu 93 sótt um hæli. Útlendingastofnun telur að met verði slegið í fjölda hælisumsókna á Íslandi á árinu. Samtals hefur 48 einstaklingum verið veitt hæli eða annarskonar vernd á árinu. Þetta kemur fram í frétt á vef Útlendingastofnunar.

Albanir og Sýrlendingar eru fjölmennustu hópar hælisleitenda hér á landi. Af þeim 154 sem sótt hafa um hæli á árinu eru 51 frá Albaníu og 18 frá Sýrlandi. Alls eru umsækjendurnir af 32 þjóðernum en einn umsækjandi er ríkisfangslaus.

Meðferð 158 mála lauk hjá Útlendingastofnun á tímabilinu.Útlendingastofnun
Ekki kemur til greina að vísa sýrlenskum hælisleitendum aftur til Sýrlands vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar geisar og hafa átta hælisleitendur frá Sýrlandi fengið úrlausn sinna mála. Fjórum einstaklingum hefur verið veitt staða flóttamanns og hæli á Íslandi, þrír voru sendir til Evrópuríkis á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Í einu máli hafði umsækjandi þegar fengið veitta vernd í Evrópuríki og var honum gert að snúa þangað aftur.

Alls hafa 48 einstaklingar fengið hæli eða aðra vernd hér á landi þar sem af er ári, 50 var synjað um vernd en öðrum málum lauk með öðrum hætti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×