Bæði Íslendingarliðin sem voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna unnu bæði sína leiki sem fram fóru í dag.
Sara Björk Gunnarsdóttir var sem fyrr í byrjunarliði Rosengård sem vann 2-1 sigur á KIF Örebro. Örebro komst yfir, en mörk frá Belangen og van de Ven tryggðu Rosengård sigur.
Rosengård er í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir toppliði Eskilstuna, en með Eskilstuna leikur Glódís Perla Viggósdóttir.
Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur spiluðu allan leikinn fyrir Kristianstad sem vann langþráðan sigur í dag, en Kristianstad vann 1-0 sigur á Hammarby.
Þetta var fyrsti sigur Kristianstad í deildinni síðan í lok júlí þegar liðið vann 3-1 sigur á Vittsjö.
Systurnar spiluðu allan leikinn fyrir heimastúlkur, en Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad.
Íslendingasigrar í Svíþjóð
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti

Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti



