Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2015 07:57 Kim Davis er hér að neita tveimur mönnum um giftingarleyfi. Vísir/getty Kim Davis, í Rowan sýslu í Kentucky, hefur verið dæmd í fangelsi fyrir að neita ítrekað að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún heldur því fram að kristin trú hennar eigi rétt á að neita vegna kristinnar trúar sinnar. Hjónabönd samkynhneigðra voru gerð lögleg í júní en Davis hefur ekki gefið út leyfi til slíkra para síðan og bannar starfsmönnum sínum að gera það einnig. Hún og starfsmenn hennar fóru fyrir dómara í gær. David Bunning sagði Davis að ef hún leyfði starfsmönnum sínum að útbýta leyfunum yrði henni sleppt. Hún neitaði. „Ég lofaði að elska hann heilshugar því ég vil komast til himnaríkis,“ sagði Davis.Sjá einnig: Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Dómarinn sagðist ekki sjá aðra leið en að fangelsa Davis, þar sem sektir myndu ekki fá hana til að skipta um skoðun. „Hennar staðfasta trú er einfaldlega engin vörn. Frú Davis sór eið og þeir skipta málim,“ er haft eftir Bunning á vef BBC. Þá bætti hann við að það hefði ekki skapað gott fordæmi að veita einni manneskju undanþágu frá lögunum vegna trúarlegra skoðana hennar. Samkvæmt lögmönnum Davis ætlar dómarinn að ræða við hana aftur eftir viku. Þeir telja þó að hún muni ekki skipta um skoðun. Þar sem hún er kjörinn embættismaður er ekki hægt að bola henni úr starfi án þess að lögþing Kentucky taki þá ákvörðun.Sjá einnig: Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Fimm starfsmenn Davis sögðu dómaranum að þau myndu veita samkynja pörum giftingarleyfi, en sá sjötti, sonur Davis, neitaði. Á meðan höfðu hundruð manna komið saman fyrir utan dómshúsið, bæði til stuðnings Davis, og til að mótmæla ákvörðun hennar. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Kim Davis, í Rowan sýslu í Kentucky, hefur verið dæmd í fangelsi fyrir að neita ítrekað að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún heldur því fram að kristin trú hennar eigi rétt á að neita vegna kristinnar trúar sinnar. Hjónabönd samkynhneigðra voru gerð lögleg í júní en Davis hefur ekki gefið út leyfi til slíkra para síðan og bannar starfsmönnum sínum að gera það einnig. Hún og starfsmenn hennar fóru fyrir dómara í gær. David Bunning sagði Davis að ef hún leyfði starfsmönnum sínum að útbýta leyfunum yrði henni sleppt. Hún neitaði. „Ég lofaði að elska hann heilshugar því ég vil komast til himnaríkis,“ sagði Davis.Sjá einnig: Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Dómarinn sagðist ekki sjá aðra leið en að fangelsa Davis, þar sem sektir myndu ekki fá hana til að skipta um skoðun. „Hennar staðfasta trú er einfaldlega engin vörn. Frú Davis sór eið og þeir skipta málim,“ er haft eftir Bunning á vef BBC. Þá bætti hann við að það hefði ekki skapað gott fordæmi að veita einni manneskju undanþágu frá lögunum vegna trúarlegra skoðana hennar. Samkvæmt lögmönnum Davis ætlar dómarinn að ræða við hana aftur eftir viku. Þeir telja þó að hún muni ekki skipta um skoðun. Þar sem hún er kjörinn embættismaður er ekki hægt að bola henni úr starfi án þess að lögþing Kentucky taki þá ákvörðun.Sjá einnig: Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Fimm starfsmenn Davis sögðu dómaranum að þau myndu veita samkynja pörum giftingarleyfi, en sá sjötti, sonur Davis, neitaði. Á meðan höfðu hundruð manna komið saman fyrir utan dómshúsið, bæði til stuðnings Davis, og til að mótmæla ákvörðun hennar.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira