Send í fangelsi fyrir að neita að veita samkynjapörum giftingarleyfi Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2015 07:57 Kim Davis er hér að neita tveimur mönnum um giftingarleyfi. Vísir/getty Kim Davis, í Rowan sýslu í Kentucky, hefur verið dæmd í fangelsi fyrir að neita ítrekað að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún heldur því fram að kristin trú hennar eigi rétt á að neita vegna kristinnar trúar sinnar. Hjónabönd samkynhneigðra voru gerð lögleg í júní en Davis hefur ekki gefið út leyfi til slíkra para síðan og bannar starfsmönnum sínum að gera það einnig. Hún og starfsmenn hennar fóru fyrir dómara í gær. David Bunning sagði Davis að ef hún leyfði starfsmönnum sínum að útbýta leyfunum yrði henni sleppt. Hún neitaði. „Ég lofaði að elska hann heilshugar því ég vil komast til himnaríkis,“ sagði Davis.Sjá einnig: Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Dómarinn sagðist ekki sjá aðra leið en að fangelsa Davis, þar sem sektir myndu ekki fá hana til að skipta um skoðun. „Hennar staðfasta trú er einfaldlega engin vörn. Frú Davis sór eið og þeir skipta málim,“ er haft eftir Bunning á vef BBC. Þá bætti hann við að það hefði ekki skapað gott fordæmi að veita einni manneskju undanþágu frá lögunum vegna trúarlegra skoðana hennar. Samkvæmt lögmönnum Davis ætlar dómarinn að ræða við hana aftur eftir viku. Þeir telja þó að hún muni ekki skipta um skoðun. Þar sem hún er kjörinn embættismaður er ekki hægt að bola henni úr starfi án þess að lögþing Kentucky taki þá ákvörðun.Sjá einnig: Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Fimm starfsmenn Davis sögðu dómaranum að þau myndu veita samkynja pörum giftingarleyfi, en sá sjötti, sonur Davis, neitaði. Á meðan höfðu hundruð manna komið saman fyrir utan dómshúsið, bæði til stuðnings Davis, og til að mótmæla ákvörðun hennar. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Kim Davis, í Rowan sýslu í Kentucky, hefur verið dæmd í fangelsi fyrir að neita ítrekað að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún heldur því fram að kristin trú hennar eigi rétt á að neita vegna kristinnar trúar sinnar. Hjónabönd samkynhneigðra voru gerð lögleg í júní en Davis hefur ekki gefið út leyfi til slíkra para síðan og bannar starfsmönnum sínum að gera það einnig. Hún og starfsmenn hennar fóru fyrir dómara í gær. David Bunning sagði Davis að ef hún leyfði starfsmönnum sínum að útbýta leyfunum yrði henni sleppt. Hún neitaði. „Ég lofaði að elska hann heilshugar því ég vil komast til himnaríkis,“ sagði Davis.Sjá einnig: Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Dómarinn sagðist ekki sjá aðra leið en að fangelsa Davis, þar sem sektir myndu ekki fá hana til að skipta um skoðun. „Hennar staðfasta trú er einfaldlega engin vörn. Frú Davis sór eið og þeir skipta málim,“ er haft eftir Bunning á vef BBC. Þá bætti hann við að það hefði ekki skapað gott fordæmi að veita einni manneskju undanþágu frá lögunum vegna trúarlegra skoðana hennar. Samkvæmt lögmönnum Davis ætlar dómarinn að ræða við hana aftur eftir viku. Þeir telja þó að hún muni ekki skipta um skoðun. Þar sem hún er kjörinn embættismaður er ekki hægt að bola henni úr starfi án þess að lögþing Kentucky taki þá ákvörðun.Sjá einnig: Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Fimm starfsmenn Davis sögðu dómaranum að þau myndu veita samkynja pörum giftingarleyfi, en sá sjötti, sonur Davis, neitaði. Á meðan höfðu hundruð manna komið saman fyrir utan dómshúsið, bæði til stuðnings Davis, og til að mótmæla ákvörðun hennar.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira