Hluti Landsbankans einkavæddur á næsta ári Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. september 2015 12:00 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lengi haft heimild í fjárlögum til að selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum en ríkissjóður heldur á 98 prósenta eignarhlut í bankanum. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD um Ísland er sérstakur kafli um sjálfbærni í ríkisfjármálum. Þar kemur fram að fyrirhuguð áform um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum ættu að nýtast við niðurgreiðslu á skuldum ríkisins. Bjarni Benediktsson hefur áður sagt að nota eigi söluandvirði Landsbankans við niðurgreiðslu ríkisskulda. Stundum hefur verið sagt að greiðsla á skuldum ríkisins sé stærsta velferðarmálið en ríkissjóður greiðir á bilinu 80-90 milljarða króna árlega í vexti af lánum. Fé sem ella væri hægt að nýta til að byggja upp innviði og velferðarþjónustu en vaxtagreiðslur eru þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á þessu ári, samkvæmt fjárlögum. Bjarni Benediktsson hefur lýst þeirri framtíðarsýn að í fyllingu tímans haldi ríkið á 40 prósenta hlut í Landsbankanum en að öðru leyti verði bankinn í dreifðu eignarhaldi. Fram að þessu hefur þó ekki legið fyrir með skýrum hætti hvenær einkavæðing á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum standi fyrir dyrum. Bjarni segir núna að þessi vinna hefjist í vetur. Hann segist reikna með að ríkið minnki eignarhlut sinn í bankanum í hægum skrefum. „Við höfum á fjárlögum haft opna heimild til að selja allt að 30 prósenta hlut. Þetta mun ekki gerast í einu stóru skrefi eða einni stórri einkavæðingu. Vonandi getum við skráð Landsbankann og hafið sölu á hlut ríkisins sem yfir tíma myndi mjatlast út til fjárfesta. Ég vonast til þess að við getum unnið í þessu í vetur og látið verða af einkavæðingu og skráningu Landsbankans, semsagt einkavæðingu á hlut í bankanum á næsta ári,” segir Bjarni.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.Annar stjórnarflokkurinn vill að Landsbankinn verði „samfélagsbanki“ Ljóst er að skiptar skoðanir eru meðal stjórnarþingmanna um ágæti þess að einkavæða hluta af Landsbankanum. Annar stjórnarflokkurinn er beinlínis mótfallinn slíku en á landsþingi Framsóknarflokksins hinn 12. apríl síðastliðinn var samþykkt ályktun um að Landsbankinn verði áfram í ríkiseigu og starfi sem „samfélagsbanki“ þar sem markmiðið yrði ekki að hámarka arðsemi. Grundvöllur þessar ályktunar byggir á þeim rökum að ef Landsbankinn yrði seldur myndi hann reyna að hámarka arðsemi á fákeppnismarkaði. Með því að reka Landsbankann sem samfélagsbanka, mætti aftur á móti efla samkeppni á bankamarkaði. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur verið hvað mest áberandi í gagnrýni á áform um sölu Landsbankans en hann er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Frosti hefur tekið dæmi, meðal annars frá Þýskalandi og víðar, þar sem bankar eru ekki reknir beinlínis í hagnaðarskyni heldur fremur til þess að þjónusta sitt samfélag en grundvöllur ályktunar landsþings Framsóknarflokksins byggir meðal annars á þessari hugmyndafræði. Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lengi haft heimild í fjárlögum til að selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum en ríkissjóður heldur á 98 prósenta eignarhlut í bankanum. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD um Ísland er sérstakur kafli um sjálfbærni í ríkisfjármálum. Þar kemur fram að fyrirhuguð áform um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum ættu að nýtast við niðurgreiðslu á skuldum ríkisins. Bjarni Benediktsson hefur áður sagt að nota eigi söluandvirði Landsbankans við niðurgreiðslu ríkisskulda. Stundum hefur verið sagt að greiðsla á skuldum ríkisins sé stærsta velferðarmálið en ríkissjóður greiðir á bilinu 80-90 milljarða króna árlega í vexti af lánum. Fé sem ella væri hægt að nýta til að byggja upp innviði og velferðarþjónustu en vaxtagreiðslur eru þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á þessu ári, samkvæmt fjárlögum. Bjarni Benediktsson hefur lýst þeirri framtíðarsýn að í fyllingu tímans haldi ríkið á 40 prósenta hlut í Landsbankanum en að öðru leyti verði bankinn í dreifðu eignarhaldi. Fram að þessu hefur þó ekki legið fyrir með skýrum hætti hvenær einkavæðing á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum standi fyrir dyrum. Bjarni segir núna að þessi vinna hefjist í vetur. Hann segist reikna með að ríkið minnki eignarhlut sinn í bankanum í hægum skrefum. „Við höfum á fjárlögum haft opna heimild til að selja allt að 30 prósenta hlut. Þetta mun ekki gerast í einu stóru skrefi eða einni stórri einkavæðingu. Vonandi getum við skráð Landsbankann og hafið sölu á hlut ríkisins sem yfir tíma myndi mjatlast út til fjárfesta. Ég vonast til þess að við getum unnið í þessu í vetur og látið verða af einkavæðingu og skráningu Landsbankans, semsagt einkavæðingu á hlut í bankanum á næsta ári,” segir Bjarni.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.Annar stjórnarflokkurinn vill að Landsbankinn verði „samfélagsbanki“ Ljóst er að skiptar skoðanir eru meðal stjórnarþingmanna um ágæti þess að einkavæða hluta af Landsbankanum. Annar stjórnarflokkurinn er beinlínis mótfallinn slíku en á landsþingi Framsóknarflokksins hinn 12. apríl síðastliðinn var samþykkt ályktun um að Landsbankinn verði áfram í ríkiseigu og starfi sem „samfélagsbanki“ þar sem markmiðið yrði ekki að hámarka arðsemi. Grundvöllur þessar ályktunar byggir á þeim rökum að ef Landsbankinn yrði seldur myndi hann reyna að hámarka arðsemi á fákeppnismarkaði. Með því að reka Landsbankann sem samfélagsbanka, mætti aftur á móti efla samkeppni á bankamarkaði. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur verið hvað mest áberandi í gagnrýni á áform um sölu Landsbankans en hann er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Frosti hefur tekið dæmi, meðal annars frá Þýskalandi og víðar, þar sem bankar eru ekki reknir beinlínis í hagnaðarskyni heldur fremur til þess að þjónusta sitt samfélag en grundvöllur ályktunar landsþings Framsóknarflokksins byggir meðal annars á þessari hugmyndafræði.
Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira