Stelpurnar á pari í Dalnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. september 2015 06:00 Fanndís Friðriksdóttir var mjög ógnandi í gær en hún hefur átt frábært sumar með Breiðabliki. vísir/anton Það var auðheyrt á stelpunum í viðtölum í gær að þær voru ekki sáttar með spilamennskuna í heild sinni þrátt fyrir 4-1 sigur á Slóvakíu í æfingaleik íslenska kvennalandsliðsins í gær. Spilamennska liðsins var á köflum frábær og sást greinilega að íslenska liðið var mun sterkara en þess á milli voru langir kaflar þar sem liðið datt og allur kraftur var úr sóknarleik liðsins. Byrjun fyrri og seinni hálfleiks var til fyrirmyndar og fóru kantmennirnir Hólmfríður Magnúsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir oft illa með bakverði Slóvakanna en um leið og íslenska liðið hætti hápressu virtist allur kraftur detta úr því. Kröftug innkoma Hólmfríðar var jákvæður punktur en hún skoraði tvö mörk í leiknum eftir að hafa byrjað á varamannabekknum. Hólmfríður var ánægð með sigurinn en var ekki ánægð með spilamennskuna á löngum köflum þegar Fréttablaðið ræddi við hana eftir leikinn. „Liðið byrjaði mjög vel í fyrri hálfleik en eftir það datt þetta alveg niður og það sama gerðist í seinni hálfleik. Við misstum boltann of fljótt eftir að við unnum hann og við þurfum að laga það en sigur er sigur og við skoruðum fjögur mörk. Við tökum það jákvæða úr þessu og reynum að undirbúa okkur undir leikinn á þriðjudaginn sem skiptir máli,“ sagði Hólmfríður, sem sá áhrif þess að það eru fimm mánuðir síðan landsliðið spilaði síðast saman.Margrét Lára Viðarsdóttir spilaði fyrir aftan fremsta mann í gær.vísir/antonViljum allar gera betur „Það var gott að fá að spila saman og fara yfir áherslurnar, við þurfum meiri ró í leikinn til þess að halda boltanum betur. Það er svo mikill metnaður í þessum hópi, við viljum allar gera betur og við vitum allar að þetta var ekki nógu gott í dag þrátt fyrir sigurinn. Þetta var góður sigur í dag en við vitum að við getum betur.“ Margrét Lára leikur sinn 100. leik fyrir Íslands hönd á þriðjudaginn en hún komst á blað í 99. leiknum í gær á vítapunktinum.Hún sá líkt og Hólmfríður jákvæða punkta í leik íslenska liðsins. „Frammistaða okkar í dag var á pari fannst mér en það má gera hluti betur. Markið í upphafi leiksins hjálpaði okkur að mörgu leyti og Sandra kláraði það vel. Eftir markið fórum við hins vegar of langt frá þeim þegar við vorum að pressa á þær. Það vantaði meiri áræðni og ákveðni í að vinna boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik en þetta lagaðist í seinni hálfleik. Við þurfum að halda betur einbeitingunni í leiknum á þriðjudaginn. Íslenskt landslið getur hins vegar ekki kvartað þegar það skorar fjögur mörk og nær sigri,“ sagði Margrét Lára.vísir/antonAlltaf jafn gaman að skora Margrét Lára var að vonum sátt með að fá 73. mínútur í leiknum í gær en hún segir að sér líði vel þessa dagana eftir að hafa glímt við töluvert af meiðslum undanfarin ár. „Þessi æfingaleikur hjálpaði okkur að finna taktinn fyrir leikinn á þriðjudaginn. Ég hef, held ég, ekki spilað jafn margar mínútur fyrir landsliðið í tvö ár og það var frábært fyrir mig að koma í hópinn og komast í takt við liðið.“ sagði Margrét Lára sem bætti einu marki við markametið sitt í gær. Hún segir tilfinninguna alltaf vera jafn sæta. „Það er alltaf jafn gaman að skora, það breytist aldrei,“ sagði Margrét Lára brosandi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Allir leikmennirnir eiga meira inni Landsliðsþjálfarinn var eðlilega ánægður með margt í 4-1 sigrinum gegn Slóvakíu í kvöld. 17. september 2015 20:37 Sjö leikmenn úr Pepsi-deildinni í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli klukkan 18:00 í dag. 17. september 2015 16:14 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Slóvakía 4-1 | Góður sigur en stelpurnar geta betur Ísland vann Slóvakíu nokkuð auðveldlega í annars kaflaskiptum leik á Laugardalsvelli í kvöld. 17. september 2015 21:45 Guðbjörg: Jákvætt að það sé pressa á liðinu Markvörður íslenska landsliðsins segir að það sé jákvætt að það sé pressa á liðinu en hún segir að mikilvægt er að þær standi undir þeirri pressu. Þá ræddi hún undirbúninginn fyrir leikina og stemminguna í landsliðshópnum. 17. september 2015 14:30 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Það var auðheyrt á stelpunum í viðtölum í gær að þær voru ekki sáttar með spilamennskuna í heild sinni þrátt fyrir 4-1 sigur á Slóvakíu í æfingaleik íslenska kvennalandsliðsins í gær. Spilamennska liðsins var á köflum frábær og sást greinilega að íslenska liðið var mun sterkara en þess á milli voru langir kaflar þar sem liðið datt og allur kraftur var úr sóknarleik liðsins. Byrjun fyrri og seinni hálfleiks var til fyrirmyndar og fóru kantmennirnir Hólmfríður Magnúsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir oft illa með bakverði Slóvakanna en um leið og íslenska liðið hætti hápressu virtist allur kraftur detta úr því. Kröftug innkoma Hólmfríðar var jákvæður punktur en hún skoraði tvö mörk í leiknum eftir að hafa byrjað á varamannabekknum. Hólmfríður var ánægð með sigurinn en var ekki ánægð með spilamennskuna á löngum köflum þegar Fréttablaðið ræddi við hana eftir leikinn. „Liðið byrjaði mjög vel í fyrri hálfleik en eftir það datt þetta alveg niður og það sama gerðist í seinni hálfleik. Við misstum boltann of fljótt eftir að við unnum hann og við þurfum að laga það en sigur er sigur og við skoruðum fjögur mörk. Við tökum það jákvæða úr þessu og reynum að undirbúa okkur undir leikinn á þriðjudaginn sem skiptir máli,“ sagði Hólmfríður, sem sá áhrif þess að það eru fimm mánuðir síðan landsliðið spilaði síðast saman.Margrét Lára Viðarsdóttir spilaði fyrir aftan fremsta mann í gær.vísir/antonViljum allar gera betur „Það var gott að fá að spila saman og fara yfir áherslurnar, við þurfum meiri ró í leikinn til þess að halda boltanum betur. Það er svo mikill metnaður í þessum hópi, við viljum allar gera betur og við vitum allar að þetta var ekki nógu gott í dag þrátt fyrir sigurinn. Þetta var góður sigur í dag en við vitum að við getum betur.“ Margrét Lára leikur sinn 100. leik fyrir Íslands hönd á þriðjudaginn en hún komst á blað í 99. leiknum í gær á vítapunktinum.Hún sá líkt og Hólmfríður jákvæða punkta í leik íslenska liðsins. „Frammistaða okkar í dag var á pari fannst mér en það má gera hluti betur. Markið í upphafi leiksins hjálpaði okkur að mörgu leyti og Sandra kláraði það vel. Eftir markið fórum við hins vegar of langt frá þeim þegar við vorum að pressa á þær. Það vantaði meiri áræðni og ákveðni í að vinna boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik en þetta lagaðist í seinni hálfleik. Við þurfum að halda betur einbeitingunni í leiknum á þriðjudaginn. Íslenskt landslið getur hins vegar ekki kvartað þegar það skorar fjögur mörk og nær sigri,“ sagði Margrét Lára.vísir/antonAlltaf jafn gaman að skora Margrét Lára var að vonum sátt með að fá 73. mínútur í leiknum í gær en hún segir að sér líði vel þessa dagana eftir að hafa glímt við töluvert af meiðslum undanfarin ár. „Þessi æfingaleikur hjálpaði okkur að finna taktinn fyrir leikinn á þriðjudaginn. Ég hef, held ég, ekki spilað jafn margar mínútur fyrir landsliðið í tvö ár og það var frábært fyrir mig að koma í hópinn og komast í takt við liðið.“ sagði Margrét Lára sem bætti einu marki við markametið sitt í gær. Hún segir tilfinninguna alltaf vera jafn sæta. „Það er alltaf jafn gaman að skora, það breytist aldrei,“ sagði Margrét Lára brosandi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Allir leikmennirnir eiga meira inni Landsliðsþjálfarinn var eðlilega ánægður með margt í 4-1 sigrinum gegn Slóvakíu í kvöld. 17. september 2015 20:37 Sjö leikmenn úr Pepsi-deildinni í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli klukkan 18:00 í dag. 17. september 2015 16:14 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Slóvakía 4-1 | Góður sigur en stelpurnar geta betur Ísland vann Slóvakíu nokkuð auðveldlega í annars kaflaskiptum leik á Laugardalsvelli í kvöld. 17. september 2015 21:45 Guðbjörg: Jákvætt að það sé pressa á liðinu Markvörður íslenska landsliðsins segir að það sé jákvætt að það sé pressa á liðinu en hún segir að mikilvægt er að þær standi undir þeirri pressu. Þá ræddi hún undirbúninginn fyrir leikina og stemminguna í landsliðshópnum. 17. september 2015 14:30 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Freyr: Allir leikmennirnir eiga meira inni Landsliðsþjálfarinn var eðlilega ánægður með margt í 4-1 sigrinum gegn Slóvakíu í kvöld. 17. september 2015 20:37
Sjö leikmenn úr Pepsi-deildinni í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli klukkan 18:00 í dag. 17. september 2015 16:14
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Slóvakía 4-1 | Góður sigur en stelpurnar geta betur Ísland vann Slóvakíu nokkuð auðveldlega í annars kaflaskiptum leik á Laugardalsvelli í kvöld. 17. september 2015 21:45
Guðbjörg: Jákvætt að það sé pressa á liðinu Markvörður íslenska landsliðsins segir að það sé jákvætt að það sé pressa á liðinu en hún segir að mikilvægt er að þær standi undir þeirri pressu. Þá ræddi hún undirbúninginn fyrir leikina og stemminguna í landsliðshópnum. 17. september 2015 14:30