Erlent

Sneri aftur í hús sem hann braust inn í

Samúel Karl Ólason skrifar
Eigandi hússins fann síma mannsins í rúmi sínu.
Eigandi hússins fann síma mannsins í rúmi sínu. Vísir/Getty
Lögreglan í Twin Falls í Bandaríkjunum hefur ákært mann fyrir innbrot eftir að hann sneri aftur í húsið sem hann hafði brotist inn í. Maðurinn hafði týnt bíllyklum og síma og var að leita að því þegar hann var handtekinn.

Maðurinn hafði þar að auki skilið bílinn eftir, þar sem hann fann ekki lyklana.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hringdi eigandi hússins í lögregluna á laugardaginn, eftir að það hafði verið brotist inn. Hún fann síma mannsins á rúminu og bíllinn hans var fyrir aftan húsið.

Lögregluþjónar fylgdust því með hinn 22 ára gamli Caleb Shay Funke, sneri aftur og var hann handtekinn við bílinn. Hann hélt því fram að hann hefði lánað vini sínum bílnum og lyklarnir hefðu verið læstir inn í honum.

Lögregluþjónarnir notuðu hins vegar lykla sem höfðu fundist inn í húsinu til að opna bílinn og setja hann í gang. Funke viðurkenndi eftir það að hafa komið að minnst tveimur öðrum innbrotum á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×