Erlent

Þúsundir hafa flúið undan stórum skógareldum

Samúel Karl Ólason skrifar
Bærinn Middletown varð eldunum að bráð.
Bærinn Middletown varð eldunum að bráð. Vísir/EPA
Um 23 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Eldarnir ógna fjölda heimila og minnst einn hefur látið lífið. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi vegna eldanna.

Norður af San Francisco þurftu 1.300 manns að yfirgefa bæinn Middletown, áður en eldarnir náðu þangað. Embættismenn segja BBC að minnst þúsund byggingar hafi orðið eldunum að bráð. Þar á meðal eru rúmlega 275 heimili.

Samkvæmt AP fréttaveitunni lést eldri kona sem komst ekki af heimili sínu. Fleiri er saknað, ekki er vitað hvort þau hafi látið lífið eða hvar þau eru niðurkomin. Skógareldar eru algengir í Kaliforníu vegna þurrka sem hafa geisað þar í rúm fjögur ár.

Fjórir slökkviliðsmenn urðu fyrir brunasárum, en illa hefur gengið að ráða við eldana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×