Erlent

Tólf ferðamenn og leiðsögumenn drepnir fyrir mistök af egypska hernum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Innanríkisráðuneyti landsins segir að sameinaðar sveitir lögreglu og hersins hafi verið að elta uppi uppreisnarmenn þegar árás var gerð á fólkið.
Innanríkisráðuneyti landsins segir að sameinaðar sveitir lögreglu og hersins hafi verið að elta uppi uppreisnarmenn þegar árás var gerð á fólkið. Vísir/Crashsystems
Öryggissveitir egypsku stjórnarinnar drápu tólf ferðamenn og leiðsögumenn í vesturhluta landsins í gær. Svæðið er vinsæll ferðamannastaður en uppreisnarmenn hafa einnig verið á svæðinu. 

Innanríkisráðuneyti landsins segir að sameinaðar sveitir lögreglu og hersins hafi verið að elta uppi uppreisnarmenn þegar árás var gerð á fjóra bíla, sem fluttu fólkið. Ráðuneytið segir ferðamennina og leiðsögumenn þeirra hafa verið á svæðinu ólöglega.

Að minnsta kosti tveir hinna látnu eru mexíkóskir ríkisborgarar og hefur forseti Mexíkó, Enrique Peena Nieto, fordæmt árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×