Erlent

Skógareldar eyðileggja tugi heimila

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Eldhaf gleypti bifreiðar og byggingar í Kaliforníu í gær.
Eldhaf gleypti bifreiðar og byggingar í Kaliforníu í gær. Nordicphotos/AFP
Skógareldar geisa enn á vesturströnd Bandaríkjanna og þurftu þúsundir Bandaríkjamanna að flýja heimili sín í gær vegna skógarelda norður af borginni San Francisco. Eldarnir höfðu í gær brennt rúma fjörutíu þúsund hektara af ræktarlandi, auk skóla, verslana og 81 heimilis til grunna. Fimm þúsund slökkviliðsmenn voru á svæðinu að reyna að ráða við aðstæður í gærdag.

Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sem San Francisco tilheyrir, hefur lýst yfir neyðarástandi.

Miklir skógareldar hafa geisað á vesturströnd Bandaríkjanna undanfarið vegna þurrkatímabils undanfarinna ára sem eru með þeim verstu í manna minnum.

Kalifornía hefur varið hundruðum milljóna bandaríkjadala í að berjast við eldana. Þar af rúmlega 200 milljónum, andvirði 25 milljarða íslenskra króna, í júlímánuði einum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×