Nordsjælland vann mikilvægan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar þeir unnu 1-0 sigur á Viborg.
Mikil dramatík var í leiknum, en staðan var markalaus í hálfleik. Sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma, en markið gerði Bruninho.
Guðmundur Þórarinsson og Adam Örn Arnarsson voru í liði Nordsjælland, en Guðmundur var tekinn af velli á 77. mínútu. Ólafur Kristjánsson þjálfar Nordsjælland.
Liðið er í áttunda sæti deildarinnar með tíu stig eftir átta leikina. Mikill og þéttur pakki í deildinni, en Viborg er með átta stig eftir jafn marga leiki svo sigurinn mikilvægur.
Mikilvægur sigur Nordsjælland
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn



Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti



Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti

