Erlent

65 létust þegar byggingakrani hrundi á mosku í Mekka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Undirbúningur vegna komu pílagríma er nú í fullum gangi í Mekka.
Undirbúningur vegna komu pílagríma er nú í fullum gangi í Mekka. vísir/getty
Að minnsta kosti 65 eru látnir eftir að byggingarkrani hrundi á mosku í borginni Mekka í Sádi Arabíu. Þá eru um 80 slasaðir, að því er fram kemur í frétt Al Jazeera.

Á þessari stundu er ekki ljóst hvað gerðist en myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum sýna fjölda af slösuðu og dánu fólki.

Verið er að undirbúa komu pílagríma sem koma árlega til Mekka og er myndin hér að ofan tekin í dag. Á henni sjást tveir stórir byggingakranar og má leiða að líkum því að annar þeirra sé sá sem hrundi en myndin hér að neðan var birt á samfélagsmiðlinum Instagram í dag.

Þessi mynd af vettvangi var birt á Instagram í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×