Erlent

Kennarar í fangelsi fyrir líkamsárás á nemenda sinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Drengurinn var í skóla í Birmingham.
Drengurinn var í skóla í Birmingham. Vísir/Getty
Tveir kennarar í íslömskum skóla í Bretlandi hafa verið fangelsaðir fyrir líkamsárás á 10 ára dreng sem þjáðist af streitu í kjölfarið sem leiddi til þess að hann fór að missa hárið.

Mohammed Siddique og sonur hans Mohammed Waqar voru dæmdir í eins ár fangelsi eftir að dómari í Birmingham fann þá seka um að hafa ráðist grimmdarlega á 10 ára dreng í skólastofunni. Drengurinn var í fjórgang laminn með priki og ítrekað laminn aftan í höfuðið fyrir að tala í tímum eða fyrir að takast ekki að læra Kóraninn utanbókar.

Dómari í málinu íhugaði að láta það duga að víkja þeim frá störfum en komst að þeirri niðurstöðu að fangelsi væri eina leiðin til að sýna að þessi hegðun mannana væri ekki ásættanleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×