Erlent

Mikil flóð og aurskriður í Japan

Atli Ísleifsson skrifar
Fellibylurinn Etau gekk yfir Japan í gær.
Fellibylurinn Etau gekk yfir Japan í gær. Vísir/AFP
Um 100 þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín í norðausturhluta Japan vegna mikilla flóða. Aurskriður hafa valdið miklum skemmdum á vegum og byggingum.

Flætt hefur inn í fjölda húsa í borginni Joso, norður af höfuðborginni Tókýó, eftir að Kinugawa-áin flæddi yfir bakka sína. Þyrlur hafa verið notaðar til að bjarga fólki sem hefur komið sér fyrir á þökum húsa.

Í frétt BBC segir að eins manns sé saknað og hafa að minnsta kosti tólf slasast.

Fellibylurinn Etau gekk yfir svæðið í gær þar sem vindur mældist um 35 metra á sekúndu í Aichi-héraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×