Erlent

„Saman getum við komist í gegnum hvað sem er“

Hrund Þórsdóttir skrifar
Ismaeel Malik býr í Mekka og óttast um afdrif sinna nánustu þar.
Ismaeel Malik býr í Mekka og óttast um afdrif sinna nánustu þar.
Að minnsta kosti sjö hundruð og sautján pílagrímar létu lífið og vel á níunda hundrað slösuðust á haddj, trúarhátíð múslima, í nágrenni hinnar helgu borgar Mekka í dag.

Talið er að á þriðju milljón pílagríma taki þátt í hátíðinni í ár og á lokadegi hennar, sem var í dag, kasta þeir steinum til að minnast þess þegar djöfullinn freistaði Ísmaels og Abrahams. Mannskæður troðningur er tíður við þessa athöfn og eftir stórslys árin 2004 go 2006 voru öryggismál tekin í gegn. Slysið í dag er þó það versta í aldarfjórðung.

Bandaríkjamaðurinn Ismaeel Malik hefur verið imam Félags íslenskra múslima í Ramadan mánuðinum. Þetta er í fjórða sinn sem hann sækir Ísland heim af þessum ástæðum en hann býr í Mekka og hefur upplifað troðninginn á hátíðinni á eigin skinny. Hann segir stjórnvöld leggja mikið í að reyna að halda stjórn á mannfjöldanum og samgöngur á svæðinu hafi til dæmis lagast mikið eftir fyrri slys á hátíðinni.

Ekkert heyrt í fjölskyldu sinni

Ismaeel hefur áhyggjur af vinum og fjölskyldu í Mekka, þar sem meðal annars foreldrar hans eru staddir. „Ég hef ekki náð sambandi við þau og auðvitað er ég áhyggjufullur, en ég vona að það sé allt í lagi með þau.“

Hann segir múslima á Íslandi senda hlýjar hugsanir til fórnarlamba slyssins og fjölskyldna þeirra.

„Þetta er auðvitað mjög sorglegt en ef við stöndum saman getum við komist í gegnum hvað sem er,“ segir hann. „Það besta sem hægt er að gera í svona aðstæðum er að hugsa jákvætt. Að reyna að forðast að kenna einhverjum um og ýta þess í stað á jákvæðar breytingar. Það er það sem við ættum að gera núna.“

Í meðfylgjandi myndskeiði má horfa á viðtalið við Ismaeel Malik.


Tengdar fréttir

453 pílagrímar látnir í Mekka

Talsmenn sádi-arabískra yfirvalda hafa staðfest að 453 hafi látist eftir að hafa troðist undir fyrir utan Mekka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×