Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að myrkvinn muni hefjast klukkan 00:12, en að á milli 02:11 og 03:23 verði tunglið almyrkvað og þá blóðrautt á himni. Tunglmyrkvinn á sér stað á stærsta fulla tungli ársins, þegar tunglið er næst jörðinni, sem stundum er kallað „ofurmáni“.
Tunglmyrkvar sjást frá allri næturhlið jarðar, ólíkt sólmyrkvum sem sjást aðeins frá takmörkuðu svæði á jörðinni. Í þetta sinn sést hann best frá Norður-Ameríku og Evrópu, og að öllu leyti frá Íslandi.
Nánar má lesa um tunglmyrkvann á Stjörnufræðivefnum.