Nasista-kveðja Simunic eftir Íslandsleikinn ekki hans lokakveðja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2015 23:00 Josip Simunic í baráttu við Alfreð Finnbogason í leiknum á móti Íslandi. Vísir/EPA Josip Simunic hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, en hann mun aðstoða Ante Cacic, nýjan þjálfa Króata. Ante Cacic tók við liðinu af Niko Kovac sem var rekinn á dögunum. Josip Simunic var dæmdur í tíu leikja bann fyrir hegðun sína eftir sigurleik Króatíu á móti Íslandi í nóvember 2013 þegar þjóðirnar mættust í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu. Króatía komst á HM eftir 2-0 sigur á íslenska landsliðinu en fyrri leikur þjóðanna endaði með markalausu jafntefli á Laugardalsvellinum. Josip Simunic tók hljóðnema vallarþularins í fagnaðarlátunum eftir leikinn og kallaði til stuðningsmanna liðsins: „Fyrir föðurlandið" og stuðningsmennirnir svöruðu: „Tilbúnir". Kveðjan var notuð af nasistastjórn í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og FIFA tók mjög hart á málinu. Josip Simunic var dæmdur í það langt bann að hann missti af öllu heimsmeistaramótinu í Brasilíu og mátti ekki spila aftur með Króatíu fyrr en í september á þessu ári. Þegar bann Josip Simunic rann út þá var hann hinsvegar búinn að leggja skóna á hilluna. Ante Cacic var ráðinn fram yfir HM 2018 en Davor Suker, forseti króatíska sambandsins lét hafa það eftir sér að hann ætlaði að veðja á króatíska heila til að koma landsliðinu upp úr þeim öldudal sem liðið hefur verið í undankeppni EM. Josip Simunic hefur alltaf haldið sakleysi sínu fram og sagt að hann hafi aðeins verið að styðja sitt föðurland. „Ég er ekki hræddur, ég gerði ekkert rangt. Ég var að hylla Króatíu, mína þjóð. Ef einhver hefur eitthvað við það að athuga þá er það hans mál," hefur blaðamaður Guardian eftir honum. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira
Josip Simunic hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, en hann mun aðstoða Ante Cacic, nýjan þjálfa Króata. Ante Cacic tók við liðinu af Niko Kovac sem var rekinn á dögunum. Josip Simunic var dæmdur í tíu leikja bann fyrir hegðun sína eftir sigurleik Króatíu á móti Íslandi í nóvember 2013 þegar þjóðirnar mættust í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu. Króatía komst á HM eftir 2-0 sigur á íslenska landsliðinu en fyrri leikur þjóðanna endaði með markalausu jafntefli á Laugardalsvellinum. Josip Simunic tók hljóðnema vallarþularins í fagnaðarlátunum eftir leikinn og kallaði til stuðningsmanna liðsins: „Fyrir föðurlandið" og stuðningsmennirnir svöruðu: „Tilbúnir". Kveðjan var notuð af nasistastjórn í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og FIFA tók mjög hart á málinu. Josip Simunic var dæmdur í það langt bann að hann missti af öllu heimsmeistaramótinu í Brasilíu og mátti ekki spila aftur með Króatíu fyrr en í september á þessu ári. Þegar bann Josip Simunic rann út þá var hann hinsvegar búinn að leggja skóna á hilluna. Ante Cacic var ráðinn fram yfir HM 2018 en Davor Suker, forseti króatíska sambandsins lét hafa það eftir sér að hann ætlaði að veðja á króatíska heila til að koma landsliðinu upp úr þeim öldudal sem liðið hefur verið í undankeppni EM. Josip Simunic hefur alltaf haldið sakleysi sínu fram og sagt að hann hafi aðeins verið að styðja sitt föðurland. „Ég er ekki hræddur, ég gerði ekkert rangt. Ég var að hylla Króatíu, mína þjóð. Ef einhver hefur eitthvað við það að athuga þá er það hans mál," hefur blaðamaður Guardian eftir honum.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira