Sport

Fær væntanlega aðra sekt fyrir að heiðra minningu föður síns

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá Heyward á ferðinni um helgina með þessi stórhættulegu, persónulega skilaboð sem eru að koma við budduna hans.
Hér má sjá Heyward á ferðinni um helgina með þessi stórhættulegu, persónulega skilaboð sem eru að koma við budduna hans. vísir/getty
Cameron Heyward, leikmaður Pittsburgh Steelers, ætlar ekki að láta sektir NFL-deildarinnar, stöðva sig í því að heiðra minningu föður síns.

Október er baráttamánuður gegn krabbameini og tekur NFL-deildin afar virkan þátt í því átaki. Leikmenn deildarinnar virðast þó ekki mega gera það sjálfir.

Faðir Heyward var sjálfur leikmaður í deildinni og lést eftir baráttu við krabbamein árið 2006.

Heyward hefur nú spilað tvo leiki í röð með orðin „Iron Head" skrifuð á svarta málningu undir augunum. Það er vísun til föður hans sem Heward vill heiðra.

Reglur NFL-deildarinnar meina leikmönnum að koma persónulegum skilaboðum á framfæri er þeir spila. Því var Heyward sektaður um 725 þúsund krónur um þar síðustu helgi. Það fannst fólki fáranlegt.

Hann á von á sekt upp á tæplega 1,5 milljónir króna fyrir að hafa endurtekið leikinn. Heyward hefur þegar áfrýjað fyrri sektinni.

„Ég ætla ekki að hætta að berjast gegn krabbameini og mun halda áfram að styðja við málstaðinn," sagði Heyward sem ætlar augljóslega ekki að hætta þessu.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×