Örlög hafnargarðsins ráðast fyrir helgi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2015 16:26 Tillögur ráðuneytisins miða að því að hluti hafnargarðsins verði varðveittur. visir/gva Forsætisráðuneytið hefur lagt fram sáttatillögu vegna hafnargarðsins á Austurbakka sem forsvarsmenn Landstólpa hyggjast nú skoða. Líklegt þykir að niðurstaða um varðveislu hafnargarðsins náist fyrir helgi. Sáttafundi á milli forsvarsmanna forsætisráðuneytisins og forsvarsmönnum Landstólpa lauk fyrir skömmu og staðfesti Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, í samtali við Vísi að ráðuneytið hefði lagt fram sáttatillögur. „Það komu fram tillögur frá forsætisráðuneytinu og við erum opnir fyrir þessum tillögum,“ en Gísli er ánægður með að hreyfing sé kominn á málið. „Við höfum alltaf verið til í að skoða lausnir og það er gott að ráðuneytið sé nú komið að borðinu og allir farnir að tala saman.“Garðurinn var reistur í tengslum við hafnargerð í Reykjavík á árunum 1913 til 1917.Vísir/GVAVarðveita hluta hafnargarðsins Að sögn Gísla snúast tillögurnar um að varðveita hluta hafnargarðsins og nú munu forvarsmenn Landstólpi taka sér nokkra daga til þess að skoða tillögurnar. Líklegt er að niðurstaða fáist fyrir helgi en þangað til mun Landstólpi ekki hrófla við hafnargarðinum sjálfum. „Þetta er svolítið flókið vegna þess að þegar hönnun fer á flot þarf maður að átta sig á afleiðingunum að því. Þetta tekur einhverja daga en ég hugsa að þetta ætti að skýrast fyrir helgina,“ sagði Gísli.Verið að skoða tillögurnar með jákvæðum hug Sigurður Örn Guðleifsson, settur skrifstofustjóri menningararfs í forsætisráðuneytinu, sat fundinn fyrir hönd ráðuneytisins og náði Vísir tali af honum. „Það hafa komið tillögur frá forsætisráðuneytinu og það er verið að skoða þær með jákvæðum hug. Ég vil hins vegar ekki greina frá því hvað þessar tillögur ganga út á á þessum tímapunkti á meðan báðir aðilar eru að meta þessar hugmyndir sem eru fram komnar,“ sagði Sigurður Örn.Er eitthvað tekið tillit til viðskiptalegra hagsmuna Landsstólpa í þessum tillögum ykkar?„Ég vil ekki ganga lengra en að segja þetta.“ Tengdar fréttir Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Stál mætir stáli í deilu ríkisins og Reykjavíkurborgar um hafnargarðinn á Austurbakka. Sáttafundur er boðaður á morgun en framkvæmdir hófust þó að nýju í dag. Sagnfræðingur segir alveg ljóst að garðurinn teljist ekki vera fornminjar. 26. október 2015 20:04 Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur lagt fram sáttatillögu vegna hafnargarðsins á Austurbakka sem forsvarsmenn Landstólpa hyggjast nú skoða. Líklegt þykir að niðurstaða um varðveislu hafnargarðsins náist fyrir helgi. Sáttafundi á milli forsvarsmanna forsætisráðuneytisins og forsvarsmönnum Landstólpa lauk fyrir skömmu og staðfesti Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, í samtali við Vísi að ráðuneytið hefði lagt fram sáttatillögur. „Það komu fram tillögur frá forsætisráðuneytinu og við erum opnir fyrir þessum tillögum,“ en Gísli er ánægður með að hreyfing sé kominn á málið. „Við höfum alltaf verið til í að skoða lausnir og það er gott að ráðuneytið sé nú komið að borðinu og allir farnir að tala saman.“Garðurinn var reistur í tengslum við hafnargerð í Reykjavík á árunum 1913 til 1917.Vísir/GVAVarðveita hluta hafnargarðsins Að sögn Gísla snúast tillögurnar um að varðveita hluta hafnargarðsins og nú munu forvarsmenn Landstólpi taka sér nokkra daga til þess að skoða tillögurnar. Líklegt er að niðurstaða fáist fyrir helgi en þangað til mun Landstólpi ekki hrófla við hafnargarðinum sjálfum. „Þetta er svolítið flókið vegna þess að þegar hönnun fer á flot þarf maður að átta sig á afleiðingunum að því. Þetta tekur einhverja daga en ég hugsa að þetta ætti að skýrast fyrir helgina,“ sagði Gísli.Verið að skoða tillögurnar með jákvæðum hug Sigurður Örn Guðleifsson, settur skrifstofustjóri menningararfs í forsætisráðuneytinu, sat fundinn fyrir hönd ráðuneytisins og náði Vísir tali af honum. „Það hafa komið tillögur frá forsætisráðuneytinu og það er verið að skoða þær með jákvæðum hug. Ég vil hins vegar ekki greina frá því hvað þessar tillögur ganga út á á þessum tímapunkti á meðan báðir aðilar eru að meta þessar hugmyndir sem eru fram komnar,“ sagði Sigurður Örn.Er eitthvað tekið tillit til viðskiptalegra hagsmuna Landsstólpa í þessum tillögum ykkar?„Ég vil ekki ganga lengra en að segja þetta.“
Tengdar fréttir Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Stál mætir stáli í deilu ríkisins og Reykjavíkurborgar um hafnargarðinn á Austurbakka. Sáttafundur er boðaður á morgun en framkvæmdir hófust þó að nýju í dag. Sagnfræðingur segir alveg ljóst að garðurinn teljist ekki vera fornminjar. 26. október 2015 20:04 Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02
Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Stál mætir stáli í deilu ríkisins og Reykjavíkurborgar um hafnargarðinn á Austurbakka. Sáttafundur er boðaður á morgun en framkvæmdir hófust þó að nýju í dag. Sagnfræðingur segir alveg ljóst að garðurinn teljist ekki vera fornminjar. 26. október 2015 20:04
Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24