Erlent

Merkel ítrekar ábyrgð Þjóðverja á helförinni vegna ummæla Netanyahu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Netanyahu segir að Múftinn af Jerúsalem hafi hvatt Hitler til að drepa gyðingana í stað þess að þröngva þeim úr landi, en Merkel segir Þjóðverja bera ábyrgðina.
Netanyahu segir að Múftinn af Jerúsalem hafi hvatt Hitler til að drepa gyðingana í stað þess að þröngva þeim úr landi, en Merkel segir Þjóðverja bera ábyrgðina. vísir/epa
Ummæli Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um helförina sem féllu á dögunum hafa fallið í afar grýttan jarðveg víða um heim. Ráðherrann staðhæfði þar að nasistarnir, með Adolf Hitler í broddi fylkingar, hafi á sínum tíma aðeins viljað senda gyðinga úr landi, en ekki drepa þá. 

Netanyahu segir að það hafi verið Múftinn af Jerúsalem, Haj Amin al-Husseini, sem hafi talið honum hughvarf og hvatt hann til að drepa gyðingana í stað þess að þröngva þeim úr landi.

Þessari söguskoðun eru nær allir sagnfræðingar heimsins ósammála og Angela Merkel Þýskalandskanslari sá sig knúna til þess í gær að ítreka ábyrgð Þjóðverja á ódæðinu sem framið var þegar sex milljónir gyðinga voru drepnar í Seinni heimsstyrjöldinni. Hún segir það skýrt hjá öllum Þjóðverjum að nasistum hafi verið um að kenna, og engum öðrum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×